This is a modal window.
Beginning of dialog window. Escape will cancel and close the window.
End of dialog window.
Stefán E. Stefánsson
Hvað ætluðu útsendarar Björgólfs Thors að gera með upplýsingar um Vilhjálm Bjarnason? Tengdist það brennivíni og kvennamálum? Því svarar bílstjórinn á V 279 í Spursmálum í nýjasta þætti Spursmála.
Þátturinn var sýndur hér á mbl.is fyrr í dag. Upptöku af honum má nálgast í spilaranum sem fylgir fréttinni, á Spotify, og YouTube og er hún öllum aðgengileg.
Vilhjálmur hefur verið í kastljósi fjölmiðla í vikunni eftir að upplýst var að njósnarar hefðu verið á hælum hans um nokkurra vikna skeið árið 2012. En hver var forsaga málsins og í hvaða illdeilum stóð Vilhjálmur sem ollu því að honum var veitt eftirför og setið var um heimili hans?
Í fréttum vikunnar ber þetta furðumál einnig á góma en gestir Spursmála að þessu sinni í þeim hluta þáttarins eru þeir Gylfi Þór Þorsteinsson, sviðsstjóri hjá Rauðakrossinum og Magnús Ragnarsson, formaður Tennissambandsins og nú frambjóðandi til embættis forseta Íþrótta- og ólympíusambandsins.
Ber ýmislegt á góma í þeirri umræðu, meðal annars verkefni sem Rauðikrossinn fer fyrir og tengist viðbrögðum almennings ef til neyðarástands kemur. Umræðan um þetta verkefni tók talsverðan kipp þegar rafmagnslaust varð um gjörvallan Spánn og Portúgal með ófyrirséðum afleiðingum.
Í lok þáttarins verður rætt við Sigríði Bylgju Sigurjónsdóttur sem fer fyrir sjálfseignarstofnuninni Tré lífsins. Hefur hún ásamt samstarfsfólki lengi stefnt að því að byggja upp fullkomna og nútímavædda líkbrennslu hér á landi í stað þeirrar sem nú er rekin af Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma.
Búnaðurinn sem þar er notast við stenst engar kröfur varðandi mengun og vill Sigríður meina að rétt sé að fela einkaaðilum að byggja nýja aðstöðu í þessum efnum.
Fylgstu með Spursmálum alla föstudaga klukkan 14 á mbl.is.