Heimilin í borginni greiði óráðsíuna

Hildur Björnsdóttir segir rekstur borgarinnar enn ósjálfbæran þrátt fyrir jákvæða …
Hildur Björnsdóttir segir rekstur borgarinnar enn ósjálfbæran þrátt fyrir jákvæða niðurstöðu í ár. mbl.is/Hallur Már

Hild­ur Björns­dótt­ir odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík seg­ir eng­ar vís­bend­ing­ar um að rekst­ur borg­ar­inn­ar sé á réttri leið, þrátt fyr­ir já­kvæða niður­stöðu. Sé litið fram hjá óreglu­leg­um liðum í rekstr­in­um blasi við að rekst­ur­inn sé ósjálf­bær.

„Jú, vissu­lega er rekstr­arniðurstaðan já­kvæð en ástæður þess þarf að ræða af heiðarleika. Hér voru óþarfa verk­efni ekki af­lögð og ónauðsyn­leg­um stöðugild­um ekki fækkað. Eng­ar vís­bend­ing­ar eru um hagræðing­ar í rekstri sem leiða til betri rekstr­arniður­stöðu. Það eru þvert á móti heim­il­in í borg­inni sem hafa greitt upp óráðsí­una“, seg­ir Hild­ur í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Árs­reikn­ing­ur Reykja­vík­ur­borg­ar fyr­ir árið 2024 var birt­ur í dag og reynd­ist rekstr­arniðurstaða A-hluta já­kvæð sem nem­ur 4,7 millj­örðum króna, en til A-hluta telst sú starf­semi borg­ar­inn­ar sem er að hluta eða öllu leyti fjár­mögnuð með skatt­tekj­um.

Í skýrslu fjár­mála- og áhættu­stýr­ing­ar­sviðs kem­ur fram að niður­stöðuna megi rekja til auk­inna tekna en tekj­ur hækkuðu um 18 millj­arða milli ára eða sem nem­ur 10,2%, sem skýrist að mestu af aukn­um skatt­tekj­um. Þá hafi hækk­un út­svars­pró­sentu leitt til auk­inna út­svar­stekna sem nema fjór­um millj­örðum árið 2024.

Viðsnún­ing­ur byggi á auk­inni skatt­heimtu

„Ég vil sjá já­kvæðan viðsnún­ing í rekstri sem skýrist af auk­inni ráðdeild, ekki auk­inni skatt­heimtu,“ seg­ir Hild­ur.

Hún bend­ir á að þegar út­svars­pró­sent­an var hækkuð juk­ust tekj­ur borg­ar­sjóðs um fjóra millj­arða með einu penn­astriki.

„Þá hef­ur gríðarleg hækk­un fast­eigna­mats á kjör­tíma­bil­inu leitt til þess að heim­il­in og fyr­ir­tæk­in í borg­inni greiða nú 8,2 millj­örðum króna hærri fast­eigna­skatta og lóðarleigu en við upp­haf kjör­tíma­bils. Langeðli­leg­ast hefði verið fyr­ir borg­ina að bregðast við hækk­un fast­eigna­mats með lækk­un álagn­ing­ar­hlut­falla,“ seg­ir hún.

Óreglu­leg­ir liðir 12,5 millj­arðar

Þá bend­ir Hild­ur á að já­kvæða rekstr­arniður­stöðu megi ekki síður rekja til óreglu­legra liða á borð við ein­skiptis­tekj­ur og leiðrétt­ar líf­eyr­is­skuld­bind­ing­ar.

„Ef við tök­um þessa liði út úr jöfn­unni þá reyn­ist rekstr­arniðurstaðan nei­kvæð sem nem­ur um átta millj­örðum króna. Það ligg­ur í aug­um uppi að grunnþjón­ustu borg­ar­inn­ar verður að vera unnt að reka á grund­velli reglu­legra tekna, ekki tekj­um af eigna­sölu,“ seg­ir Hild­ur.

Óreglu­leg­ir liðir sem Hild­ur vís­ar til eru leiðrétt líf­eyr­is­skuld­bind­ing, eigna­sala, sala bygg­ing­ar­rétt­ar og arðgreiðslur en þess­ir liðir nema sam­tals ríf­lega 12,5 millj­örðum króna.

Kall­ar eft­ir eigna­sölu og skatta­lækk­un­um

Hild­ur seg­ir nauðsyn­legt að ráðast í frek­ari eigna­sölu, ekki síst hvað varðar fyr­ir­tæki í eigu borg­ar­inn­ar sem standi í sam­keppn­is­rekstri.

„Við höf­um lagt til sölu Ljós­leiðarans, Mal­bik­un­ar­stöðvar­inn­ar Höfða og bíla­stæðahúsa svo eitt­hvað sé nefnt. Tekj­um af slíkri eigna­sölu væri eðli­leg­ast að verja til niður­greiðslu skulda eða innviðafjár­fest­inga, ekki til að plástra sár­in í óá­byrg­um grunn­rekstri“, seg­ir Hild­ur jafn­framt.

Hild­ur seg­ir heil­mikið svig­rúm til að ráðast í skatta­lækk­an­ir en tæki­fær­in séu vannýtt. Skil­greina þurfi lög­bundið hlut­verk sveit­ar­fé­lags­ins.

„Við þurf­um að ein­beita okk­ur að grunnþjón­ust­unni en skera önn­ur verk­efni niður. Hér þarf að skerpa fókus­inn svo koma megi höfuðborg­inni aft­ur í for­ystu,“ seg­ir Hild­ur að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert