Lögreglumaður lék tveimur skjöldum

Lögreglumaðurinn starfaði einnig sem lögmaður í sama máli. Myndin tengist …
Lögreglumaðurinn starfaði einnig sem lögmaður í sama máli. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Morgunblaðið/Júlíus

Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu (NEL) hef­ur tekið ákvörðun um að hátt­erni lög­reglu­manns, sem á sama tíma starfaði sem lögmaður og lög­reglumaður, sé ámæl­is­vert. Hátt­erni lög­reglu­manns­ins snýr að slysa­máli þar sem skjól­stæðing­ur hans sótt­ist eft­ir bót­um hjá trygg­ing­ar­fé­lagi.

Málið á ræt­ur sín­ar að rekja til árs­ins 2022 þegar lög­reglumaður­inn starfaði hjá ónefndu lög­reglu­embætti. Slys kom upp í embætt­inu og skráði hann at­vikið í kerfi lög­regl­unn­ar.

Síðar hóf þessi sami lög­reglumaður störf hjá rík­is­lög­reglu­stjóra. Í maí árið 2024 skilaði hann skýrslu um at­vikið sem gerðist tveim­ur árum áður. Sú skýrsla var lögð fram sem sönn­un­ar­gagn í máli tjónþola í slys­inu. Lög­reglumaður­inn sinnti lög­mennsku í auka­starfi og hafði tekið við hags­muna­gæslu fyr­ir mann­eskj­una sem lenti í slys­inu á lög­manns­stofu sem hann starfaði hjá.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert