Stefna að sjálfbærum rekstri

Heiða Björg Hilmisdóttir kynnti ársreikning Reykjavíkurborgar í ráðhúsinu í dag.
Heiða Björg Hilmisdóttir kynnti ársreikning Reykjavíkurborgar í ráðhúsinu í dag. mbl.is/Eyþór

Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að stefnt sé að því að gera rekst­ur borg­ar­inn­ar sjálf­bær­an, en að í þeim efn­um standi ekki til að skera niður í rekstr­in­um held­ur fara bet­ur með.

Árs­reikn­ing­ur Reykja­vík­ur­borg­ar fyr­ir árið 2024 var birt­ur í dag og reynd­ist rekstr­arniðurstaða aðalsjóðs já­kvæð um sem nem­ur 4,7 millj­örðum króna, en það er sú starf­semi borg­ar­inn­ar sem er að hluta eða öllu leyti fjár­mögnuð með skatt­tekj­um.

Þegar litið er fram hjá óreglu­leg­um liðum í rekstr­in­um, svo sem sölu eigna, er niðurstaða sjóðsins nei­kvæð.

Innt eft­ir þessu og spurð hvort meiri­hlut­inn ætli að grípa til aðgerða til að ná fram sjálf­bær­um grunn­rekstri, seg­ir borg­ar­stjóri:

„A-hlut­inn [það er aðalsjóður borg­ar­inn­ar] er nokkuð vel stadd­ur, með lágt skulda­hlut­fall, ef svo má segja. Við seld­um minna af eign­um held­ur en var gert ráð fyr­ir, þannig að það var í raun­inni lægri upp­hæð í þess­um árs­reikn­ingi en gert var ráð fyr­ir í áætl­un­inni. En tekj­urn­ar sem að juk­ust voru auðvitað bara fyrst og fremst út­svarið sem var að hækka.“

Fær­ist nær sjálf­bær­um rekstri

Hún seg­ir það mark­mið meiri­hlut­ans að rekst­ur­inn verði sjálf­bær.

„Við erum að fær­ast nær því, við get­um al­veg sagt að við séum að verða sjálf­bær. Við erum með ákveðin kenni­leiti sem við vilj­um að verði sterk­ari og við ætl­um okk­ur að ná því á þessu ári.“

Hvaða aðgerðir miða að því að ná þess­um mark­miðum? Eruð þið fyrst og fremst að treysta á að tekj­urn­ar séu að aukast í formi skatta eða eruð þið raun­veru­lega að gera eitt­hvað til þess að skera niður?

Já, við erum í marg­vís­leg­um aðgerðum til þess að, ekki skera niður, held­ur bara fara bet­ur með. Og við höf­um lagt mikla áherslu á það að mark­mið okk­ar er ekk­ert eitt­hvað sér­stak­lega að fækka starfs­fólki eða slíkt. Við vilj­um bara nýta tíma starfs­fólks bet­ur.

Nán­ar er rætt við Heiðu í viðtali sem birt­ist í Morg­un­blaðinu á morg­un, laug­ar­dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert