Andlát: Sigurður Helgason

Sigurður Helgason.
Sigurður Helgason.

Sig­urður Helga­son, fv. upp­lýs­inga­full­trúi Um­ferðarráðs, lést á Land­spít­al­an­um í Foss­vogi miðviku­dag­inn 30. apríl síðastliðinn, á 71. ald­ursári.

Sig­urður fædd­ist í Reykja­vík 1. októ­ber 1954. For­eldr­ar hans voru Val­ný Bárðardótt­ir hús­móðir og Helgi Sæ­munds­son, rit­stjóri og rit­höf­und­ur. Sig­urður var næstyngst­ur í hópi níu bræðra og ólst upp í Vest­ur­bæn­um.

Hann lauk stúd­ents­prófi frá MR 1975, stundaði nám í bóka­safns­fræði og sagn­fræði við HÍ. Starfaði sem kenn­ari og bóka­vörður í Fella­skóla 1977 til 1985, var frétta- og dag­skrár­gerðarmaður hjá RÚV 1985 og 1986. Fram­kvæmda­stjóri Far­ar­heill­ar '87 sem var sam­vinnu­verk­efni bif­reiðatrygg­inga­fé­lag­anna árið 1987. Frá ár­inu 1988 starfaði Sig­urður hjá Um­ferðarráði, síðar Um­ferðar­stofu, lengst af sem upp­lýs­inga­full­trúi. Þar var hann meðal ann­ars virk­ur í Útvarpi Um­ferðarráðs og tíður gest­ur í viðtækj­um lands­manna.

Sig­urður sinnti alls kyns verk­efn­um meðfram störf­um sín­um, kenndi t.d. á um­ferðarör­ygg­is­nám­skeiðum hjá Sjóvá um ára­bil og skrifaði bók­mennta­gagn­rýni um barna­bæk­ur í DV um nokk­urra ára skeið.

Hann var virk­ur í skrif­um og þýðing­um, þýddi nokkr­ar bæk­ur og skrifaði einnig bæk­ur, m.a. ævi­sögu Gunn­ars Huse­by og nú síðast bók­ina Vest­ur­bær­inn: hús­in, fólkið, sög­urn­ar.

Sig­urður var jafn­framt virk­ur í alls kyns fé­lags­starfi, fyrst í nem­enda­fé­lög­um í mennta­skóla, síðar í stjórn for­eldra­fé­lags Lang­holts­skóla, sókn­ar­nefnd Áskirkju og Hinu ís­lenska glæpa­fé­lagi. Eins tók hann virk­an þátt í nor­rænu sam­starfi tengdu starf­inu og myndaði góð tengsl. Hann var mik­ill áhugamaður um íþrótt­ir og grjót­h­arður KR-ing­ur alla tíð þó að bú­seta í mörg ár nærri fé­lags­svæði Þrótt­ar við Sæviðar­sund hafi gert smá Þrótt­ara úr hon­um.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Sig­urðar er Anna Ólafs­dótt­ir geisla­fræðing­ur. Þau eignuðust þrjú börn; Stefán Ólaf, Ölmu og Sig­ríði. Barna­börn­in eru sex tals­ins.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert