Öskjuhlíðin er áfram vinsælt útivistarsvæði meðal Reykvíkinga.
Hlauparinn á myndinni og hundurinn hans hafa ekki látið trjáfellingarnar trufla sig og virðast una hag sínum vel.
Umhverfið er breytt, trjástubbarnir standa eftir, mosavaxið grágrýtið minnir á sig og greinar liggja á jörðinni.
Verktakinn við skógarhögggið segir greinar sem skildar eru eftir rotna og skilja eftir næringarefni fyrir jarðveginn.