Sólríkt veður og hægur vindur

Yfirleitt verður fremur hlýtt að deginum.
Yfirleitt verður fremur hlýtt að deginum. mbl.is/Eyþór

Víða má gera ráð fyr­ir sól­ríku veðri og hæg­um vindi, en suðaust­an­til á land­inu verður skýjað og lít­ils­hátt­ar væta á stöku stað.

Í hug­leiðing­um veður­fræðings á Veður­stofu Íslands seg­ir að hæðar­hrygg­ur liggi yfir land­inu í dag.

Yf­ir­leitt verður frem­ur hlýtt að deg­in­um, hiti víða 9 til 14 stig, en held­ur sval­ara aust­ast á land­inu.

Í kvöld snýst í sunna­nátt og þá þykkn­ar smám sam­an upp vest­an­lands.

Á morg­un er svo út­lit fyr­ir sunn­an og suðvest­an stinn­ings­golu eða strekk­ing og dá­litla vætu með köfl­um, en að mestu bjart eystra og þar hlýn­ar í veðri.

Veður­vef­ur mbl.is 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert