Í dag er útlit fyrir sunnan og suðvestan stinningsgolu eða strekking og dálitla vætu með köflum á sunnan- og vestanverðu landinu.
Svo segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.
Spáð er hita á bilinu 5 til 10 stig.
Yfirleitt verður þó bjartara eystra og hiti að 17 stigum þar þegar best lætur.
„Gert er ráð fyrir svipuðu veðri næstu daga, hlýjar suðlægar áttir og víða rigning eða súld af og til, en yfirleitt þurrt norðaustanlands.“