Hljóp á sama tíma og í fyrra

1.334 keppendur tóku þátt í hlaupinu á laugardaginn.
1.334 keppendur tóku þátt í hlaupinu á laugardaginn. Ljósmynd/Aðsend

Metþátt­taka var í hlaup­inu Puff­in Run í Vest­manna­eyj­um í gær þegar 1.334 kepp­end­ur hlupu 20 kíló­metra í sól og blíðu. Að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu markaði þetta fjöl­menn­asta ut­an­vega­hlaup sem haldið hef­ur verið á Íslandi.

Já­kvæðni og gleði þátt­tak­enda var greini­leg er þeir tók­ust á við erfiða en fal­lega leiðina. Eft­ir hlaupið söfnuðust þeir all­ir sam­an á Vigt­ar­torgi og deildu reynslu­sög­um.

Þetta er átt­unda árið sem hlaupið fer fram og lýsa aðstand­end­ur þess mjög miklu þakk­læti til allra þeirra sem tóku þátt og þeirra sem störfuðu við hlaupið.

Keppti í fyrsta sinn og setti braut­ar­met

Andrea Kol­beins­dótt­ir sigraði í kvenna­flokki fjórða árið í röð á tím­an­um 1:27:52. Það er sami tími og hún hljóp á í fyrra. Í öðru sæti var Sigþóra Brynja Kristjáns­dótt­ir á 1:33:28 og í þriðja sæti var Stein­unn Lilja Pét­urs­dótt­ir á 1:33:36.

Hlyn­ur Andrés­son sigraði í karla­flokki á 1:14:56 og setti braut­ar­met. Hlyn­ur, sem er fædd­ur og upp­al­inn í Vest­manna­eyj­um, var að keppa í hlaup­inu í fyrsta sinn en hann er einn besti götu­hlaup­ari lands­ins.

Tveir fyrr­ver­andi sig­ur­veg­ar­ar í hlaup­inu voru í næstu tveim­ur sæt­um í karla­flokki. Þor­steinn Roy Jó­hanns­son, sem sigraði árið 2021, kom ann­ar í mark á 1:15:56 og sig­ur­veg­ari síðustu þriggja ára, Arn­ar Pét­urs­son, var þriðji á 1:16:46.

Jákvæðni og gleði þátttakenda var greinileg er þeir tókust á …
Já­kvæðni og gleði þátt­tak­enda var greini­leg er þeir tók­ust á við erfiða en fal­lega leiðina. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert