Eldur kviknaði í bíl nærri fjölbýlishúsi í Urriðaholti í Garðabæ um fimmleytið í nótt.
Að sögn varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var lið frá þremur stöðvum kallað út er tilkynning barst en einum hópi síðan snúið við. Vel gekk að ná niðurlögum eldsins.
Einungis bíllinn skemmdist í brunanum og enginn var í hættu.
Eldsupptök eru ókunn.