Kviknaði í bíl í Urriðaholti

Eld­ur kviknaði í bíl nærri fjöl­býl­is­húsi í Urriðaholti í Garðabæ um fimm­leytið í nótt. 

Að sögn varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborg­ar­svæðinu var lið frá þrem­ur stöðvum kallað út er til­kynn­ing barst en ein­um hópi síðan snúið við. Vel gekk að ná niður­lög­um elds­ins. 

Ein­ung­is bíll­inn skemmd­ist í brun­an­um og eng­inn var í hættu. 

Elds­upp­tök eru ókunn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert