Ósáttur við „afarkosti“ af hálfu Isavia

Dýrt getur reynst að breyta bókun á bílastæðinu við Leifsstöð.
Dýrt getur reynst að breyta bókun á bílastæðinu við Leifsstöð. Morgunblaðið/Eggert

Dæmi eru um að viðskipta­vin­ir sem nýta sér lang­tíma­bíla­stæði Isa­via á Kefla­vík­ur­flug­velli þurfi að greiða um­tals­vert hærra verð en þeim var upp­haf­lega boðið ef kem­ur til smá­vægi­legra breyt­inga á bíla­stæðapönt­un.

Les­andi blaðsins hafði sam­band og sagði far­ir sín­ar ekki slétt­ar í viðskipt­um við rík­is­fyr­ir­tækið. Til­tók hann tvö dæmi þar sem hann þurfti að greiða hærra verð en upp var lagt með. Viðkom­andi hafði pantað sér stæði með góðum fyr­ir­vara enda bjóðast þá betri kjör en ella. Þegar kom að brott­för í fyrra skiptið taldi hann sig hafa skammtað sér of stutt­an tíma og vildi lengja lít­il­lega í. Kveðst hann hafa bölvað sjálf­um sér fyr­ir að hafa sýnt af sér þenn­an heiðarleika þegar Isa­via rukkaði hann um nokk­ur þúsund krón­ur fyr­ir, ekki krón­ur eða hundraðkalla eins og hann bjóst við. Í seinna til­vik­inu seinkaði flug­fé­lag sem hann flaug með heim­flugi um einn dag. Þá þurfti hann að sæta sömu afar­kost­um eins og hann orðar það.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert