Reyndi að brjótast inn í íbúð

Ekki kemur fram hvort maðurinn hafi verið handtekinn en lögreglan …
Ekki kemur fram hvort maðurinn hafi verið handtekinn en lögreglan kveðst hafa upplýsingar um manninn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu var til­kynnt um mann sem reyndi að brjóta sér leið inn í íbúð í morg­un.

Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í dag­bók lög­reglu síðdeg­is.

Ekki kem­ur fram hvort maður­inn hafi verið hand­tek­inn en lög­regl­an kveðst hafa upp­lýs­ing­ar um mann­inn.

Hand­tek­inn vegna rann­sókn­ar á ólög­legri dvöl

Fimm gistu fanga­geymsl­ur eft­ir nótt­ina en hafa þeir þegar haldið til síns heima. Einn er nú vistaður þar en sá var hand­tek­inn síðdeg­is vegna rann­sókn­ar á ólög­legri dvöl hér á landi.

Lög­reglu­stöð 2, sem sinn­ir Hafnar­f­irði og Garðabæ, sinnti ásamt slökkviliði út­kalli er til­kynnt var um eld í bíl fyr­ir há­degi í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert