Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um mann sem reyndi að brjóta sér leið inn í íbúð í morgun.
Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglu síðdegis.
Ekki kemur fram hvort maðurinn hafi verið handtekinn en lögreglan kveðst hafa upplýsingar um manninn.
Fimm gistu fangageymslur eftir nóttina en hafa þeir þegar haldið til síns heima. Einn er nú vistaður þar en sá var handtekinn síðdegis vegna rannsóknar á ólöglegri dvöl hér á landi.
Lögreglustöð 2, sem sinnir Hafnarfirði og Garðabæ, sinnti ásamt slökkviliði útkalli er tilkynnt var um eld í bíl fyrir hádegi í dag.