Ólíkasta afþreying veraldar í eina sæng

Gestir EVE Fanfest fylgjast andaktugir með einum fjölmargra dagskrárliða hátíðarinnar …
Gestir EVE Fanfest fylgjast andaktugir með einum fjölmargra dagskrárliða hátíðarinnar sem nú var haldin í sautjánda skiptið og hefur vaxið, dafnað og þróast með hverju árinu síðan hátíðinni var hleypt af stokkum árið 2004. mbl.is/Ólafur Árdal

„Þetta er í sautjánda sinn sem við höld­um Fan­fest-hátíðina á Íslandi og þetta tókst virki­lega vel um helg­ina,“ seg­ir Eld­ar Ástþórs­son, vörumerkja­stjóri tölvu­leikja­fram­leiðand­ans CCP, um hina næst­um því ár­legu ráðstefnu og hátíð EVE Fan­fest sem CCP hélt í fyrsta skipti árið 2004 og hef­ur haldið ár­lega síðan með nokkr­um und­an­tekn­ing­um, en eins og víða ann­ars staðar setti heims­far­ald­ur­inn þar nokk­urt strik í reikn­ing­inn.

Seg­ir Eld­ar hátt í 2.000 gesti allr­ar síðustu viku hafa nýtt tíma sinn vel, sótt viðburði hátíðar­inn­ar frá fimmtu­degi og þar til í dag stíft, en einnig nýtt sér til­boð fyr­ir­tæk­is­ins um milli­göngu við skoðun­ar­ferðir um land elds og ísa sem vel voru sótt­ar. „Sömu­leiðis tók­ust all­ar kynn­ing­ar CCP mjög vel, við vor­um að kynna nýj­ung­ar fyr­ir okk­ar leiki og vor­um þess vegna með fjölda er­lendra blaðamanna á land­inu sem veittu nýj­ung­un­um mikla at­hygli,“ seg­ir vörumerkja­stjór­inn.

Hátíð næsta árs þegar fest

Upp­selt var á hátíðina og seg­ir Eld­ar fjölda gesta hafa verið svipaðan og 2023 þegar hátíðin var síðast hald­in „en hátíðin hef­ur verið að stækka og efl­ast síðustu ár. Ári eft­ir að EVE On­line kom út, 2004, var þetta nú bara ósköp lít­il og krútt­leg hátíð, en síðan hef­ur hún vaxið ört og nú er búið að staðfesta næstu hátíð eft­ir ár, 14. til 16. maí. Við finn­um vel fyr­ir spurn eft­ir því að halda hana ár­lega og mun­um því gera það og festa okk­ur í sessi á vor­in.

Hilmar Veigar Pétursson forstjóri CCP ræðir við einn fjölmargra blaðamanna …
Hilm­ar Veig­ar Pét­urs­son for­stjóri CCP ræðir við einn fjöl­margra blaðamanna sem fyr­ir­tækið bauð til hátíðar sinn­ar í ár. mbl.is/Ó​laf­ur Árdal

Hátíðin hef­ur frá upp­hafi verið eyrna­merkt ykk­ar helstu vöru, EVE On­line, kynnið þið engu að síður alla fram­leiðslu ykk­ar á hátíðinni?

„Já, við kynn­um alla okk­ar fram­leiðslu á hátíðinni, en hins veg­ar er EVE On­line okk­ar stærsti leik­ur og flest­ir gest­ir sem koma á hátíðina eru að spila hann,“ svar­ar Eld­ar og kveður auk þess aðspurður yf­ir­leitt bryddað upp á ein­hverju nýju hvert ár. „Við höf­um þróað hátíðina og breytt henni eft­ir okk­ar þörf­um og eins vænt­ing­um þeirra sem hingað koma. Það skipt­ir okk­ur miklu máli að þeir sem koma hingað séu sátt­ir, gest­ir koma frá yfir 50 þjóðlönd­um og marg­ir þeirra fara um mjög lang­an veg til að kom­ast til Íslands,ׅ“ seg­ir hann.

Sum­ir að koma í tí­unda sinn

Er þetta mikið til sami gesta­hóp­ur­inn sem kem­ur ár eft­ir ár eða verðið þið frek­ar var­ir við að end­ur­nýj­un gesta sé ríkj­andi?

„Það kom okk­ur á óvart að sam­kvæmt könn­un sem fram­kvæmd er á hverri hátíð er yfir helm­ing­ur sem er að koma í fyrsta sinn. Hinn helm­ing­ur­inn er allt frá því að koma í annað sinn upp í að koma í tí­unda sinn þannig að sum­ir koma ár eft­ir ár, en við sáum það bæði síðast og 2022 að yfir helm­ing­ur þeirra sem komu var að koma í fyrsta sinn,“ svar­ar Eld­ar og bæt­ir því við að hátíðin dragi þar með alltaf að sér nýj­an hóp á meðan sum­ir séu fasta­gest­ir. Hann er spurður út í hvort eitt­hvað merki­legt sé í burðarliðnum hjá CCP.

Eldar Ástþórsson vörumerkjastjóri ásamt dótturinn Vöku Evudóttur Eldarsdóttur, en ekki …
Eld­ar Ástþórs­son vörumerkja­stjóri ásamt dótt­ur­inn Vöku Evu­dótt­ur Eld­ars­dótt­ur, en ekki er óal­gengt að nafnið Eva finn­ist í fjöl­skyld­um lyk­il­starfs­manna CCP. Hilm­ar Veig­ar Pét­urs­son for­stjóri á dótt­ur­ina Evu sem hann viður­kenn­ir fús­lega að dragi nafn sitt af flagg­skipi tölvu­leikja CCP, EVE On­line. Ljós­mynd/​Aðsend

Svara Eld­ar því til að á ný­af­staðinni hátíð hafi tveir nýir leik­ir fyr­ir­tæk­is­ins verið kynnt­ir til sög­unn­ar, EVE Frontier og EVE Vangu­ard, „það er of snemmt að tala um út­gáfu­áætlan­ir um þá, en við vor­um að kynna báða leik­ina fyr­ir blaðamönn­um og ráðstefnu­gest­um og upp­skár­um mjög góð viðbrögð vegna þeirra,“ seg­ir Eld­ar Ástþórs­son vörumerkja­stjóri CCP að lok­um um sautjándu EVE Fan­fest-hátíðina sem lýk­ur í dag eft­ir vel heppnaða viku í skoðun­ar­ferðum um landið ann­ars veg­ar og fyr­ir­lestr­um og kynn­ing­um á straum­um og stefn­um í einu framúr­stefnu­leg­asta verk­efni á sviði sta­f­rænn­ar afþrey­ing­ar síðan tölvu­leik­ir hófu göngu sína í heimi hér.

mbl.is/Ó​laf­ur Árdal
mbl.is/Ó​laf­ur Árdal
mbl.is/Ó​laf­ur Árdal
mbl.is/Ó​laf­ur Árdal
mbl.is/Ó​laf­ur Árdal
mbl.is/Ó​laf­ur Árdal
mbl.is/Ó​laf­ur Árdal
mbl.is/Ó​laf­ur Árdal
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert