Andlát: Gunnlaugur Claessen

Gunn­laug­ur Claessen fv. hæsta­rétt­ar­dóm­ari lést 1. maí síðastliðinn, á 79. ald­ursári.

Gunn­laug­ur fædd­ist í Reykja­vík 18. ág­úst 1946. For­eldr­ar hans voru Guðrún Arn­bjarn­ar­dótt­ir sím­vörður og Hauk­ur Ar­ents­son Claessen vara­flug­mála­stjóri.

Gunn­laug­ur varð stúd­ent frá MR 1966 og tók lög­fræðipróf frá HÍ 1972. Hann stundaði fram­halds­nám í kröfu­rétti við Osló­ar­há­skóla vet­ur­inn 1972-1973, varð héraðsdóms­lögmaður 1974 og hæsta­rétt­ar­lögmaður 1980.

Gunn­laug­ur starfaði sem full­trúi í dóms­málaráðuneyt­inu 1972, síðan full­trúi í fjár­málaráðuneyt­inu 1973 til 1975 og loks deild­ar­stjóri þar til 1984. Hann var skipaður rík­is­lögmaður 1984 fyrst­ur manna og gegndi því embætti í 10 ár, uns hann var skipaður dóm­ari við Hæsta­rétt Íslands árið 1994. Hann gegndi dóm­ara­starf­inu við Hæsta­rétt til hausts 2013 er hann hætti sök­um ald­urs. Gunn­laug­ur var vara­for­seti Hæsta­rétt­ar 2004-2005 og for­seti 2006-2007.

Gunn­laug­ur var formaður Orators 1970-1971 og átti sæti í stjórn Vöku, fé­lags lýðræðissinnaðra stúd­enta, á árum sín­um í HÍ. Hann sat í ýms­um öðrum stjórn­um, m.a. í stjórn­um Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna rík­is­ins, Sam­taka um vest­ræna sam­vinnu, Skóg­rækt­ar­fé­lags Reykja­vík­ur og Slipp­stöðvar­inn­ar á Ak­ur­eyri, og var formaður Lög­fræðinga­fé­lags Íslands um skeið. Hann átti sæti í réttar­fars­nefnd og var formaður nefnd­ar um dóm­ara­störf, sam­kvæmt lög­um um dóm­stóla. Þá var Gunn­laug­ur formaður stjórn­ar sjálf­seign­ar­stofn­un­ar­inn­ar Minja frá 2000 til 2022.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Gunn­laugs er Guðrún Svein­björns­dótt­ir sjúkra­liði, f. 1955. Son­ur þeirra er Svein­björn, f. 1986, lög­fræðing­ur, og dótt­ir Guðrún­ar er Erna Mar­grét Þórðardótt­ir, f. 1980, einnig lög­fræðing­ur. Börn Gunn­laugs með fyrri maka, Helgu Hjálm­týs­dótt­ur, f. 1949, eru Þór­dís, f. 1974, graf­ísk­ur hönnuður, og Hauk­ur, f. 1977, stjórn­mála­fræðing­ur og kenn­ari. Barna­börn­in eru átta tals­ins.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert