Einn borgarstarfsmaður á hverja þrjá nýja íbúa

Hild­ur Björns­dótt­ir odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík seg­ir fregn­ir af hagræðingu í borg­inni stór­lega ýkt­ar. Einn borg­ar­starfsmaður hafi verið ráðinn á síðasta ári fyr­ir hverja þrjá íbúa sem fluttu til borg­ar­inn­ar.

„Yf­ir­lýs­ing­ar um hagræðing­ar í rekstri borg­ar­inn­ar eru mark­laus­ar. Hér hef­ur engu verið hagrætt nema sann­leik­an­um. Viðsnún­ing í rekstri má ein­ung­is rekja til auk­inn­ar skatt­heimtu, eigna­sölu og bók­halds­tækni. Hann má að engu leyti rekja til hagræðinga sem hreyfa nál­ina í rekstri borg­ar­inn­ar enda veru­leik­inn sá að út­gjöld halda áfram að vaxa og starfs­mönn­um að fjölga á áður óþekkt­um hraða“, sagði Hild­ur í odd­vitaum­ræðum í borg­ar­stjórn í dag um árs­reikn­ing Reykja­vík­ur­borg­ar 2024.

Í umræðum rakti Hild­ur hvernig starfs­mönn­um borg­ar­inn­ar hef­ur fjölgað í A-hlut­an­um milli ára, en fjöldi þeirra fór úr 10.681 árið 2023 upp í 11.576 árið 2024.

„Starfs­mönn­um fjölgaði hér um 895 tals­ins, eða um 8,4%, yfir 12 mánaða tíma­bil. Það fyr­ir­finnst ekki skýr­ari birt­ing­ar­mynd þeirr­ar óstjórn­ar sem rík­ir í borg­ar­kerf­inu. Yfir sama tíma­bil fjölgaði íbú­um borg­ar­inn­ar aðeins um 2.519 eða 1,9%“, sagði Hild­ur.

Hild­ur rifjaði upp varnaðarorð fjár­mála­skrif­stofu Reykja­vík­ur­borg­ar sem fylgdu fjár­hags­áætl­un árs­ins 2023 en þar sagði skrif­stof­an starfs­mönn­um borg­ar­inn­ar hafa fjölgað langt um­fram lýðfræðilega þróun yfir fimm ára tíma­bil, eða sem sam­svaraði 25% meðan íbú­um fjölgaði um aðeins 10%.

„Of­vöxt­ur borg­ar­kerf­is­ins hef­ur verið viðvar­andi síðustu árin og virðist ekk­ert lát á. Raun­veru­leik­inn er sá að árið 2024 var ráðinn einn borg­ar­starfsmaður fyr­ir hverja þrá ein­stak­linga sem fluttu til borg­ar­inn­ar. Það sér hver maður að þetta geng­ur ekki svona til lengd­ar“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert