Greitt milljónir til að verja ólögmætar ákvarðanir

Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það eigi að laga …
Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það eigi að laga það sem hafi misfarist í þessu máli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bryn­dís Har­alds­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir að ríkið hafi greitt marg­ar millj­ón­ir til að verja ólög­mæt­ar ákv­arðanir sem tengj­ast rekstri ÁTVR.

Þetta kom fram und­ir liðnum störf þings­ins á Alþingi í dag.

Hún greindi frá því á að hún hefði ný­verið lagt fram fyr­ir­spurn til fjár­mála- og efna­hags­ráðherra um kostnað rík­is­ins og ÁTVR vegna dóms­mála sem fyr­ir­tækið hafi höfðað gegn heild­söl­um.

Veru­legt áhyggju­efni

„Svör­in sem ég fékk eru bæði áhuga­verð en einnig veru­legt áhyggju­efni. Í ljós kem­ur að ríkið hef­ur greitt marg­ar millj­ón­ir í máls­kostnað, 4 millj­ón­ir í einu máli, 3,5 millj­ón­ir í öðru, auk dýrr­ar lög­fræðiaðstoðar. Og fyr­ir hvað? Fyr­ir að verja ákv­arðanir sem hafa verið dæmd­ar ólög­mæt­ar,“ seg­ir Bryn­dís.

„Það sem er al­var­legra en fjár­hags­leg­ur kostnaður er að ÁTVR hef­ur ekki enn brugðist við niður­stöðu dóm­stóla. Þrátt fyr­ir að Hæstirétt­ur hafi fellt úr gildi synj­un stofn­un­ar­inn­ar á vör­um til­tek­ins inn­flytj­enda held­ur ÁTVR áfram að neita að taka vör­urn­ar til sölu. Þetta er forkast­an­legt. Við búum í rétt­ar­ríki og stofn­an­ir rík­is­ins eiga ekki að velja sér hvaða dóma þær virða,“ seg­ir hún enn frem­ur.

Ábyrgðarlaus menn­ing

Hún benti á að dóm­ar Hæsta­rétt­ar séu ekki til­lög­ur held­ur séu þeir bind­andi.

„En hver ber ábyrgð þegar op­in­ber stofn­un hag­ar sér svona? Ráðuneytið virðist þvo hend­ur sín­ar af mál­inu. En ef ekki ráðherra, hver þá? Er það virki­lega þannig að rík­is­stofn­un geti farið sínu fram í trássi við lög og dóma og án þess að nokk­ur axli ábyrgð? Við verðum að velta því al­var­lega fyr­ir okk­ur hvort þetta sé kerf­is­bundið vanda­mál. Er það ein­ok­un­arstaða ÁTVR sem býr til þessa ábyrgðarlausu menn­ingu eða er það ohf.-fyr­ir­komu­lagið sem ger­ir það að verk­um að stofn­an­ir telja sig ekki svara nein­um nema sjálf­um sér,“ spyr Bryn­dís.

Ekki horfa aðgerðarlaus á

Hún seg­ir að það sé löngu kom­inn tími til að við þingið ræði ábyrgð rík­is­stofn­ana, stöðu rík­is­fyr­ir­tækja og hvort ohf.-formið, sem virðist hylma yfir ábyrgð og gagn­sæi, sé í raun heppi­legt form fyr­ir fyr­ir­tæki sem hafi ein­ok­un á markaði.

„Þetta er prófraun á virðingu okk­ar fyr­ir lög­um og stjórn­ar­skrár­vörðum rétt­ind­um fyr­ir­tækja og ein­stak­linga. Við eig­um ekki að horfa á aðgerðarlaus eins og hæst­virt­ur fjár­mála- og efna­hags­ráðherra virðist ætla að gera. Við eig­um að laga það sem hef­ur mis­far­ist.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert