Hjólað í vinnuna hefst á morgun

Þúsundir Íslendinga taka þátt í Hjólað í vinnuna á hverju …
Þúsundir Íslendinga taka þátt í Hjólað í vinnuna á hverju ári. mbl.is/Kristinn Magnússon

Heilsu- og hvatn­ing­ar­verk­efnið Hjólað í vinn­una verður sett í 23 sinn með at­höfn í Tjarn­ar­sal Ráðhúss Reykja­vík­ur á morg­un, 7. maí. Verk­efnið, sem er á veg­um Íþrótta- og Ólymp­íu­sam­bands Íslands, stend­ur yfir í þrjár vik­ur

María Ögn Guðmunds­dótt­ir hjól­reiðakona er ein þeirra sem flyt­ur ávarp á setn­ing­ar­at­höfn­inni á morg­un en hún hef­ur stundað hjól­reiðar frá ár­inu 2010. María, sem hef­ur bæði keppt í hjól­reiðum og frætt fólk um íþrótt­ina, seg­ir í sam­tali við mbl.is að átakið snú­ist ekki ein­göngu um að fara út að hjóla held­ur líka að labba eða nota aðra vist­væna ferðamáta.
Fyr­ir suma hent­ar það ein­fald­lega ekki að hjóla en mark­mið átaks­ins sé að velja heilsu­sam­leg­an, um­hverf­i­s­væn­an og hag­kvæm­an ferðamáta, seg­ir María.

María Ögn Guðmundsdóttir.
María Ögn Guðmunds­dótt­ir. mbl.is/​María Matth­ías­dótt­ir

Góð áhrif á lýðheilsu og vinnustaðamenn­ingu

Að sögn Maríu hef­ur átakið gengið vel í gegn­um tíðina og marg­ir vinnustaðir gefi starfs­fólki gott rými í dag­leg­um störf­um til að taka þátt. Hún seg­ir að flest fyr­ir­tæki séu opin fyr­ir til­breyt­ingu í dag­lega rútínu sér­stak­lega þar sem þetta hef­ur góð áhrif á heilsu starfs­fólks.
Hjólað í vinn­una ýtir und­ir góðan móral á vinnu­stöðum, seg­ir María, og oft verður til skemmti­leg sam­keppni á vinnu­stöðum sem leiði til þess að fólk haldi áfram að velja heilsu­sam­legri ferðamáta að átaki loknu. 

Í frétta­til­kynn­ingu frá ÍSÍ kem­ur fram að efnt sé til vinnustaðakeppni en þar er fyrst og fremst keppt um flesta þátt­töku­daga hlut­falls­lega miða við heild­ar­fjölda starfs­manna á vinnustaðnum. ”Keppt er í átta keppn­is­flokk­um út frá stærð vinnustaða. Að auki er kíló­metra­keppni þar sem keppt er ann­ars veg­ar á milli liða um heild­ar­fjölda kíló­metra og hins veg­ar hlut­fall kíló­metra miða við fjölda liðsmanna í liði,” seg­ir í til­kynn­ingu.

All­ar upp­lýs­ing­ar um átakið má finna á heimasíðunni www.hjola­di­vinn­una.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert