Skipun Ingu í stjórn HMS ekki lögmæt

Inga Sæland húsnæðismálaráðherra.
Inga Sæland húsnæðismálaráðherra. mbl.is/Ólafur Árdal

Ingu Sæ­land hús­næðismálaráðherra bar að fara að jafn­rétt­is­lög­um þegar hún skipaði nýja stjórn Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un­ar (HMS) um miðjan mars, en þau kveða á um að a.m.k. tveir stjórn­ar­menn af fimm þurfi að vera kon­ur.

Skip­un stjórn­ar­inn­ar hef­ur vakið nokk­ur viðbrögð. Verk­fræðinga­fé­lagið gerði at­huga­semd­ir við skip­un­ina þar sem eng­inn stjórn­ar­manna byggi yfir sér­fræðikunn­áttu á sviði mann­virkja­gerðar, en ekki síður staldra menn við skil­yrði jafn­rétt­islaga.

Jafn­rétt­is­stofa óskaði þannig í gær eft­ir út­skýr­ing­um frá hús­næðismálaráðherra á skip­un henn­ar í stjórn­ina, en svar hef­ur skilj­an­lega ekki borist enn.

Haf­steinn Dan Kristjáns­son, laga­pró­fess­or við HR sem hef­ur sér­hæft sig í stjórn­sýslu­mál­um, seg­ir eng­um blöðum um það að fletta að þarna hafi ráðherr­ann ekki farið að lög­um.

„Sam­kvæmt 28. gr. jafn­rétt­islaga þá verður ekki séð sam­kvæmt orðanna hljóðan að ráðherra geti vikið frá þeim laga­fyr­ir­mæl­um,“ seg­ir Haf­steinn í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Hann seg­ir að viðbár­ur Ingu um að hún hafi not­fært sér und­anþágu­ákvæði í lög­un­um stand­ist ekki held­ur.

„Önnur máls­grein 28. gr., sem kveður á um und­an­tekn­ing­ar, er bund­in við til­nefn­ing­araðila,“ bend­ir hann á. Aðeins einn stjórn­ar­manna var skipaður sam­kvæmt til­nefn­ingu, en Inga hafi skipað hina fjóra án til­nefn­ing­ar, svo und­anþágu­ákvæðið eigi ekki við.

Inga hafði látið hafa eft­ir sér að við til­nefn­ing­ar í stjórn­ir væri heim­ilt að víkja frá þeirri meg­in­reglu að til­nefna bæði karl og konu og það hefði hún ein­mitt gert. Hún hefði skipað þá aðila sem hún teldi hæf­asta til að fram­fylgja stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar í hús­næðismál­um.

„Þetta er póli­tískt skipuð nefnd.“

Haf­steinn seg­ir ekk­ert skjól í því.

„Lög­in gera ekki ráð fyr­ir því að póli­tísk sjón­ar­mið eða mark­mið geti leitt til frá­vika frá jafn­rétt­is­lög­um.“

Nán­ari um­fjöll­un má finna í Morg­un­blaðinu í dag. Einnig má nálg­ast hana án end­ur­gjalds í Mogg­an­um, nýju appi Morg­un­blaðsins og mbl.is.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert