Svíakonungur býður Höllu og Birni í þriggja daga heimsókn

Halla og Björn gengu um Djurgården í gær í fylgd …
Halla og Björn gengu um Djurgården í gær í fylgd Viktoríu krónprinsessu og Daníels prins. Ljósmynd/Sara Friberg-Kungahuset

Karl Gúst­af Sví­a­kon­ung­ur og Sil­vía drottn­ing bjóða for­seta­hjón­un­um Höllu Tóm­as­dótt­ur og Birni Skúla­syni til þriggja daga rík­is­heim­sókn­ar, sem hefst í Stokk­hólmi í dag.

Með í för verða Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra og Alma Möller heil­brigðisráðherra ásamt op­in­berri sendi­nefnd og full­trú­um viðskipta- og menn­ing­ar­lífs.

Mark­mið heim­sókn­ar­inn­ar, sam­kvæmt vef for­seta Íslands, er að styrkja tengsl land­anna og vinna að frek­ara sam­starfi, t.d. á sviði heil­brigðismála, kvik­mynda­gerðar og ör­ygg­is­mála. Íslands­stofa leiðir viðskipta­sendi­nefnd með full­trú­um 30 ís­lenskra fyr­ir­tækja með áherslu á líf­tækni, ný­sköp­un og fjár­fest­ing­ar. Í til­efni heim­sókn­ar­inn­ar fer einnig sendi­nefnd á sviði sjón­varps- og kvik­mynda­gerðar og tek­ur þar þátt í dag­skrá sem skipu­lögð er af Swed­ish institu­te og sænska ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu, ásamt Kvik­mynda­miðstöð Íslands og Film in Ice­land.

Dag­skrá­in í dag hefst með mót­töku­at­höfn við kon­ungs­höll­ina í Stokk­hólmi. Að henni lok­inni á Halla fund með for­seta lög­gjaf­arþings­ins, Andreas Nor­lén, ásamt ut­an­rík­is­ráðherra og öðrum sendi­nefnd­ar­mönn­um. Að lokn­um há­deg­is­verði með kon­ungs­hjón­un­um eiga for­seti og ut­an­rík­is­ráðherra sams kon­ar fund með Ulf Kristers­son for­sæt­is­ráðherra. Því næst er skoðaður varðbát­ur í eigu sænsku Land­helg­is­gæsl­unn­ar.

Á sama tíma fer Björn Skúla­son með Silvíu Svía­drottn­ingu í heim­sókn á Sil­via­hem­met, dag­vist­unar­úr­ræði sem hún stofnaði fyr­ir fólk með heila­bil­un­ar­sjúk­dóma.

Halla og Viktoría krónprinsessa.
Halla og Vikt­oría krón­prins­essa. Ljós­mynd/​Sara Fri­berg-Kunga­huset
Forsetahjónin ásamt Viktoríu krónprinsessu og Daníel prins.
For­seta­hjón­in ásamt Vikt­oríu krón­prins­essu og Daní­el prins. Ljós­mynd/​Sara Fri­berg-Kunga­huset
Halla og Viktoría króprinsessa.
Halla og Vikt­oría króprins­essa. Ljós­mynd/​Sara Fri­berg-Kunga­huset
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert