Treystir Heimi Má til þess að grafa RÚV

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Magnús Ragn­ars­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri hjá Sím­an­um, seg­ir skip­un Heim­is Más Pét­urs­son­ar í stjórn RÚV mik­inn óþarfa. Gam­all sam­starfsmaður seg­ist þó í létt­um dúr treysta hon­um til að „grafa“ RÚV.

    Seg­ir hann skip­un­ina óþarfa og að hann treysti því ekki að Heim­ir Már fari ekki að skipta sér af mál­um inn­an RÚV. Þetta kem­ur fram í nýj­asta þætti Spurs­mála þar sem Magnús fór yfir frétt­ir vik­unn­ar ásamt Gylfa Þór Þor­steins­syni, sviðsstjóra hjá Rauða kross­in­um.

    Treyst­ir Heimi Má ekki

    „Þetta er svo mik­ill óþarfi þessi skip­an og ef þú hef­ur séð ein­hver viðtöl sem hann hef­ur tekið þátt í með sín­um ráðherr­um upp á síðkastið, þetta er ekki maður sem virðir lín­ur, ein­hver bound­aries, hann niður­læg­ir ráðherr­ana sína aft­ur og aft­ur með því að grípa fram í fyr­ir þeim, stopp­ar viðtöl, leiðrétt­ir þá, er þetta maður sem ég treysti til þess að skipta sér ekki af neinu inn­an Rík­is­út­varps­ins? Ég held ekki? Þetta er bara svo mik­ill óþarfi,“ út­skýr­ir Magnús.

    Gylfi nálg­ast málið úr ann­arri átt en hann hef­ur starfað með Heimi Má.

    „Ég vann nú með Heimi Má. Mitt fyrsta starf var að ég var grafari í Kirkju­görðum Reykja­vík­ur. Hann var verk­stjór­inn minn þar. Var fínn sem slík­ur. Þannig að ég get al­veg treyst hon­um til þess að grafa RÚV líka. Það er bara ör­ugg­lega ekk­ert mál.“

    Þetta hljóm­ar nú eins og mús­ík í eyr­um Magnús­ar.

    „Ég veit það, þess vegna skaut ég þessu nú að,“ bæt­ir Gylfi Þór við.

    Heim­ir Már tek­ur af öll tví­mæli

    Í liðinni viku ræddi Morg­un­blaðið við Heimi Má. Þar kom fram að hann hyggst skipta sér af innri mál­efn­um í starf­semi RÚV. Um það sagði hann ein­fald­lega:

    „Það er ekk­ert sem seg­ir að stjórn­ar­maður í stjórn RÚV geti ekki verið gagn­rýn­inn á frétta­flutn­ing RÚV og á starf­semi RÚV. Stjórn­ar­menn í RÚV eru ein­mitt þar til að vakta starf­semi fé­lags­ins,“ seg­ir Heim­ir og bæt­ir við:

    „Frétta­stofa Rík­is­út­varps­ins er sjálf­stæð frétta­stofa og stjórn Rík­is­út­varps­ins hef­ur eng­in af­skipti af stjórn frétta­stofu.“

    En er þá eðli­legt að stjórn­ar­maður gagn­rýni störf frétta­stof­unn­ar og ein­stakra starfs­manna henn­ar op­in­ber­lega?

    „Já, ef þeir hafa unnið fyr­ir því þá er það al­veg sjálfsagt að stjórn­ar­maður í RÚV geri það.“

    Viðtalið við Magnús og Gylfa Þór má sjá og heyra í heild sinni í spil­ar­an­um hér að neðan:

    Gylfi Þór Þorsteinsson. Heimir Már Pétursson og Magnús Ragnarsson.
    Gylfi Þór Þor­steins­son. Heim­ir Már Pét­urs­son og Magnús Ragn­ars­son. mbl.is/​Sam­sett mynd
    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert