Umferðarslys varð á Reykjanesbraut við Smáralind rétt í þessu.
Tveir dælubílar og fjórir sjúkrabílar eru á vettvangi, að sögn Guðmundar Hreinssonar, aðalvarðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.
Segir hann ekki unnt að veita nánari upplýsingar að svo stöddu.