Varðhald fellt úr gildi í Hverfisgötumáli

Lands­rétt­ur felldi í dag úr­sk­urð um gæslu­v­arðhald yfir Sig­urði Alm­ari Sig­urðssyni úr gildi. Sig­urður Alm­ar var hand­tek­inn 1. maí grunaður um að hafa svipt ferðamann frelsi sínu í heima­húsi á Hverf­is­götu. 

Rúv grein­ir frá, en úr­sk­urður­inn hef­ur ekki verið birt­ur á vef Lands­rétt­ar.

Sig­urður Alm­ar er met­inn hættu­leg­ur sjálf­um sér og öðrum en í úr­sk­urði Lands­rétt­ar seg­ir að ekki sé talið nægj­an­legt að hann þyki lík­leg­ur til árás­ar. Hætta þurfi að vera yf­ir­vof­andi. 

Var úr­sk­urðaður í fjög­urra vikna gæslu­v­arðhald

Hann var úr­sk­urðaður í fjög­urra vikna gæslu­v­arðhald „á grund­velli al­manna­hags­muna“ 2. maí að kröfu lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu. Verj­andi Sig­urðar Alm­ars gagn­rýndi úr­sk­urð Héraðsdóms Reykja­vík­ur og áfrýjaði hon­um til Lands­rétt­ar. 

Í úr­sk­urðinum seg­ir að ljóst þyki að Sig­urður Alm­ar glími við fjölþætt­an vanda og eigi sögu um geðræn vanda­mál. Hann er greind­ur með þroskarösk­un og hef­ur lengi mis­notað fíkni­efni. 

Málið er enn til rann­sókn­ar hjá lög­reglu. 

Kem­ur fram í úr­sk­urði Lands­rétt­ar að ferðamaður­inn hafi af­hent lög­reglu skot­færi sem hann tók úr vopni sem Sig­urður Alm­ar ógnaði hon­um með. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert