20 gráður í Bakkagerði: „Hér er hlýtt og gott“

Bakkagerði í blíðu dagsins.
Bakkagerði í blíðu dagsins. Ljósmynd/Óttar Már Kárason

„Hér er hlýtt og gott,“ seg­ir Óttar Már Kára­son í sam­tali við blaðamann þar sem hann er stadd­ur við störf í harðfisk­verk­un­inni Sporði í Bakka­gerði á Aust­fjörðum. Sam­kvæmt mæl­ing­um Veður­stofu Íslands náði hit­inn þar á bæ 20 gráðum nú fyr­ir há­degi.

„Það er bara nokkuð gott veður, sjóðandi hiti en svo­lít­ill vind­ur,“ seg­ir Óttar Már og bæt­ir við að him­in­inn sé al­veg heiðskír.

Spurður hvort hann muni eft­ir öðrum eins hita í byrj­un maí seg­ir hann:

„Ég er nú býsna gleym­inn svo það er ekki gott að reiða sig á mig en það er svo sann­ar­lega sjóðandi heitt.“

Góð stemmn­ing í sól­inni

Hann tek­ur þó fram að gott veður sé ekki sjald­gjæf sjón í þess­um lands­hluta.

„Það er nú yf­ir­leitt gott. Það er reynd­ar búið að vera sér­stak­lega gott veður upp á síðkastið, en ekki svona hlýtt.“

Óttar hef­ur enn ekki náð að nýta blíðviðrið í dag þar sem hann er í vinn­unni en hann seg­ir stemmn­ing­una sér­lega góða meðal starfs­manna harðfisk­verk­un­ar­inn­ar: „Hún er alltaf góð en enn betri í þessu veðri.“

Eft­ir vinnu stefn­ir Óttar á að nýta síðustu sól­ar­geisl­ana og fara í fris­bí­golf.

Óttar Már Kára­son.
Óttar Már Kára­son. mbl.is/Á​sdís
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert