Vinnumálastofnun bárust tvær tilkynningar um hópuppsagnir í apríl þar sem 79 starfsmönnum var sagt upp störfum.
Þetta segir í skriflegu svari Vinnumálastofnunar við fyrirspurn mbl.is.
Segir þar að 27 manns hafi verið sagt upp í veitingaþjónustugeiranum.
Þá var 52 manns sagt upp er störfuðu við byggingarvinnu.