Borgin frestar lausn í Klettaskóla

Klettaskóli.
Klettaskóli. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Af­greiðslu til­lögu um að skóla- og frí­stunda­sviði Reykja­vík­ur­borg­ar verði falið að vinna að sér­skóla­úr­ræði fyr­ir þau börn sem ekki kom­ast að í Kletta­skóla næsta haust var frestað á fundi ráðsins sl. mánu­dag.

Marta Guðjóns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins og full­trúi í skóla- og frí­stundaráði, flutti til­lög­una og sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið það vera von­brigði að meiri­hlut­inn hefði ekki treyst sér til að samþykkja til­lög­una strax, ekki myndi veita af tím­an­um fram á næsta haust til að finna nýtt úrræði fyr­ir börn­in.

Seg­ir í til­lög­unni að nýtt sér­skóla­úr­ræði eigi að vera til­búið til notk­un­ar í byrj­un næsta skóla­árs, þ.e. í haust, þannig að þeim nem­end­um sem upp­fylltu skil­yrði til inn­göngu í Kletta­skóla verði tryggð skóla­vist í sér­skóla­úr­ræði. Alls var 28 slík­um nem­end­um synjað um skóla­vist þegar um­sókn­ir voru af­greidd­ar í vor.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert