Dóttirin áfram í haldi í tengslum við mannslát

Gæslu­v­arðhald yfir konu í tengsl­um við rann­sókn lög­regl­unn­ar í máli á manns sem lést eft­ir at­vik á heim­ili sínu við Súlu­nes í Garðabæ þann 11. apríl hef­ur verið fram­lengt um fjór­ar vik­ur, eða til 3. júní.  

Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu að það sé nú gert á grund­velli al­manna­hags­muna. Kon­an sem er í haldi er dótt­ir manns­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert