Gæsluvarðhald yfir konu í tengslum við rannsókn lögreglunnar í máli á manns sem lést eftir atvik á heimili sínu við Súlunes í Garðabæ þann 11. apríl hefur verið framlengt um fjórar vikur, eða til 3. júní.
Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að það sé nú gert á grundvelli almannahagsmuna. Konan sem er í haldi er dóttir mannsins.