Einn var handtekinn í dag grunaður um líkamsárás og frelsissviptingu í Hafnafirði. Maðurinn er vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um verkefni hennar frá því klukkan 5 í dag og til klukkan 17, en engar frekari upplýsingar um málið koma fram.