Engar breytingar á Íslendingabók

Íslendingar, sem margir hverjir nota Íslendingabók reglulega, hafa haft áhyggjur …
Íslendingar, sem margir hverjir nota Íslendingabók reglulega, hafa haft áhyggjur af framtíð Íslendingabókar í kjölfar fyrirvaralausrar uppsagnar Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreinignar til tæpra 29 ára. Skjáskot/Íslendingabók

Íslend­inga­bók, sem er í sam­eig­in­legri eigu Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar og Friðríks Skúla­son­ar tölv­un­ar­fræðings, verður áfram rek­in í nú­ver­andi mynd þrátt fyr­ir skipu­lags­breyt­ing­ar inn­an Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar.

Íslend­ing­ar, sem marg­ir hverj­ir nota Íslend­inga­bók reglu­lega, hafa haft áhyggj­ur af framtíð Íslend­inga­bók­ar í kjöl­far fyr­ir­vara­lausr­ar upp­sagn­ar Kára Stef­áns­son­ar, for­stjóra Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar til tæpra 29 ára.

Þjón­ust­an í boði áfram

Þóra Krist­ín Ásgeirs­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar, seg­ir í sam­tali við mbl.is að eng­ar breyt­ing­ar verði á Íslend­inga­bók, það sé ekk­ert slíkt í far­vatn­inu og eng­ar breyt­ing­ar varðandi Íslend­inga­bók hafi komið til umræðu inn­an Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar.

Spurð hvort hún eigi von á að þær skipu­lags­breyt­ing­ar sem hafa verið gerðar inn­an fyr­ir­tæk­is­ins geti haft ein­hver áhrif á rekst­ur Íslend­inga­bók­ar seg­ist Þóra ekki eiga von á því.

„Þjón­ust­an er í boði með því sniði sem hún hef­ur verið og það stend­ur ekki til, enn sem komið er alla vega, að breyta því.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert