Flaug til Litháen til að taka á móti loftslagsviðurkenningu

Dóra Björt Guðjónsdóttir.
Dóra Björt Guðjónsdóttir. mbl.is/Hari

Reykja­vík­ur­borg fékk sinn fyrsta lofts­lags­borg­ar­samn­ing samþykkt­an á lofts­lags­ráðstefnu í borg­inni Viln­íus í Lit­há­en í morg­un. Á ráðstefn­una mættu full­trú­ar sam­tals 112 lofts­lags­borga sem taka þátt í Evr­ópu­sam­starfi um að verða kol­efn­is­laus­ar og snjall­ar árið 2030. 

Dóra Björt Guðjóns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi og formaður um­hverf­is-og skipu­lags­ráðs Reykja­vík­ur, flaug til Evr­ópu og tók form­lega við viður­kenn­ing­unni.

Sam­tals 39 borg­ir hlutu í dag þenn­an op­in­bera stimp­il sem viður­kenn­ir metnaðarfull mark­mið borg­anna og greiðir þeim leið að fjár­magni sem styður við kol­efn­is­hlut­leysi.

„Reykja­vík hef­ur nú fengið sinn lofts­lags­borg­ar­samn­ing samþykkt­an og ég tók á móti svo­kölluðum missi­on label hér í dag,“ er haft eft­ir Dóru Björt í til­kynn­ingu borg­ar­inn­ar.

„Það er mik­ill heiður og viður­kenn­ing á okk­ar öfl­uga plani. Það fel­ur líka í sér aðgang að enn sterk­ari stuðningi frá NetZeroCities og mögu­leik­um á enn víðtæk­ara sam­starfi. Við hlökk­um til að vinna að þessu áfram með þátt­tak­end­um og öll­um sem hafa áhuga, því lofts­lags­mál eru jú risa­stórt sam­starfs­verk­efni og það er eng­in önn­ur leið. Þetta skipt­ir öllu máli fyr­ir vel­ferð okk­ar allra og framtíðarkyn­slóða.“ 

Fyrsti lofts­lags­borg­ar­samn­ing­ur Reykja­vík­ur

Fyrsti lofts­lags­borg­ar­samn­ing­ur Reyja­vík­ur var und­ir­ritaður 7. októ­ber 2024. Hann inni­held­ur 15 aðgerðir og 18 þátt­tak­end­ur. Þátt­tak­end­ur samn­ing­ins hafa skuld­bundið sig til að móta aðgerðir um los­un gróður­húsaloft­teg­unda og styðja við lofts­lags­mark­mið Reykja­vík­ur­borg­ar um að verða kol­efn­is­hlut­laus 2030. Einnig ber þeim að sitja sam­ráðsfundi til ár­ins 2030 í hið minnsta.

Á dög­un­um var hald­in vinnu­stofa með þátt­tak­end­un­um en samn­ing­ur­inn á að vera lif­andi og end­ur­skoðaður reglu­lega. 

Fjöl­breytt­ur hóp­ur þátt­tak­enda tek­ur þátt í samn­ingn­um en auk Reykja­vík­ur­borg­ar skrif­ar um­hverf­is-orku og lofts­lags­ráðuneytið, innviðaráðuneytið, há­skól­an­ir á höfuðborg­ar­svæðinu og önn­ur fyr­ir­tæki og op­in­ber­ar stofn­an­ir und­ir hann. 

Mark­mið samn­ings­ins

Mark­mið lofts­lags­borg­ar­samn­ings Reykja­vík­ur er að marka heild­ar­sýn borg­anna að leið sinni að kol­efn­is­hlut­leysi ásamt því inni­held­ur hann bæði fjár­fest­ing­ar og aðgerðaráætl­un sem unn­in hef­ur verið í sam­starfi við ráðgjafa hjá NetZeroCities.

Viður­kenn­ing á lofts­lags­borg­ar­samn­ing Reykja­vík­ur gef­ur borg­inni aðgang að alþjóðleg­um fjár­mála­vett­vangi fyr­ir lofts­lags­borg­ir og greiðir því leið að fjár­magni úr einka­geir­an­um. Jafn­framt fá borg­irn­ar aðgengi að fjár­magni og ráðgjöf frá Evr­ópska fjár­fest­inga­bak­an­um. 

Hægt er að lesa meira um samn­ing­inn hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert