Fyrirséð að takmarka þurfi magn

Þess er enn beðið að Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra sýni …
Þess er enn beðið að Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra sýni á spilin hvað strandveiðar í sumar varðar, en veiðar hófust fyrr í vikunni. mbl.is/Karítas

Fyr­ir­séð er að lækka þurfi leyfðan afla inn­an dags við strand­veiðar í sum­ar til þess að standa við gef­in lof­orð um 48 daga til veiða.

Hanna Katrín Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið eft­ir rík­is­stjórn­ar­fund í gær að ekki yrði farið um­fram ráðgjöf við út­hlut­un á veiðiheim­ild­um.

Hún vildi að öðru leyti ekki tjá sig um þær leiðir sem verið væri að skoða til þess að næg­ur kvóti verði til strand­veiða í 48 daga, en veiðar hóf­ust fyrr í vik­unni.

Af þeim leiðum sem ráðherra hef­ur þegar úti­lokað má þó leiða lík­ur að því að eini mögu­leik­inn sem eft­ir stend­ur sé að lækka leyfðan afla inn­an dags.

Skipti­markaður dug­ar skammt

Ef fara ætti þá leið að auka við strand­veiðikvót­ann til þess að óbreytt­ar veiðar gætu staðið yfir í 48 daga, þyrfti annað hvort að sækja kvóta annað eða gefa út nýj­an kvóta um­fram ráðgjöf.

Í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­um í þing­inu á mánu­dag tók ráðherra fyr­ir það að veiðiheim­ild­ir til strand­veiða yrðu sótt­ar í afla­marks­kerfið.

Eft­ir stend­ur þá mögu­leik­inn að sækja kvóta á skipti­markað. Þar get­ur ráðherra mest sótt um 2700-2800 tonn og vant­ar þá enn 15-18 þúsund tonn, miðað við út­reikn­inga í um­sögn SFS við reglu­gerð til breyt­ing­ar á reglu­gerð um strand­veiðar.

Aðrar leiðir virðast ekki fær­ar til þess að auka við veiðiheim­ild­ir. Af því leiðir að lík­leg­ast er eina leiðin til þess að halda tíma­bili strand­veiða opnu í 48 daga að tak­marka dag­legt magn. 

Það leiðir aft­ur af sér að heild­ar­veiði strand­veiðimanna á tíma­bil­inu auk­ist lít­il­lega frá því sem áður var, þrátt fyr­ir að tíma­bilið leng­ist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert