Handtekinn fyrir húsbrot og líkamsárás

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Maður var hand­tek­inn í Hafnar­f­irði fyr­ir hús­brot og lík­ams­árás og var vistaður í fanga­geymslu lög­regl­unn­ar.

Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í dag­bók lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu vegna verk­efna henn­ar frá klukk­an 17 í gær til 5 í morg­un. Alls eru 50 mál skráð í kerf­inu á um­ræddu tíma­bili og gista þrír í fanga­geymslu.

Kona féll af hest­baki

Til­kynnt var um hesta­slys í hverfi 110. Kona féll af hest­baki og fékk höfuðáverka. Hún var flutt á bráðamót­töku Land­spít­al­ans til frek­ari skoðunar.

Einn var hand­tek­inn í hverfi 105 vegna gruns um fíkni­efnam­is­ferli og var hann lát­inn laus að lok­inni skýrslu­töku.

Einn var hand­tek­inn fyr­ir skemmd­ar­verk í hverfi 105 og var hann vistaður í fanga­geymslu og þá hafði lög­regl­an af­skipti af nokkr­um öku­mönn­um, bæði  vegna gruns um akst­ur und­ir áhrif­um vímu­efna og fyr­ir um­ferðarlaga­brot.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert