„Hrædd um að það verði ákveðið þekkingartap“

Þjóðminjasafnið.
Þjóðminjasafnið. mbl.is/Sigurður Bogi

„Við tök­um þessu mjög al­var­lega og höf­um auðvitað áhyggj­ur af þessu, bæði fyr­ir fagið en líka fyr­ir safnið sjálft,“ seg­ir Snæ­dís Sunna Thorlacius, formaður Fé­lags forn­leifa­fræðinga. Þrem­ur forn­leifa­fræðing­um var sagt upp störf­um á Þjóðminja­safni Íslands í gær.

Rík­is­út­varpið hef­ur greint frá því að sam­tals hafi fjór­um starfs­mönn­um safns­ins verið sagt upp. Að sögn þjóðminja­varðar Þjóðminja­safns­ins eru hagræðing­ar­kröf­ur ástæða upp­sagn­anna.

Aðeins ein staða forn­leifa­fræðings eft­ir á safn­inu

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Snæ­dís að ekki séu marg­ar fast­ar stöður fyr­ir forn­leifa­fræðinga yfir höfuð á Íslandi.

Hún seg­ir helm­ing þeirra sem eru menntaðir forn­leifa­fræðing­ar og störfuðu við safnið hafa verið sagt upp, og af tveim­ur stöðum forn­leifa­fræðinga á safn­inu hafi önn­ur verið lögð niður.

„Núna er bara ein staða forn­leifa­fræðings eft­ir á safn­inu, en svo eru aðrir sem eru svona sér­fræðing­ar í forn­grip­um og muna­safni sem starfa þarna, sem eru með grunn í forn­leifa­fræði og eru fé­lags­menn í fé­lag­inu.“

Grund­vall­arþátt­ur í starf­semi Þjóðminja­safns­ins

Um áhyggj­ur sín­ar af stöðu safns­ins seg­ir Snæ­dís:

„Þjóðminja­safnið er eitt af höfuðsöfn­um Íslands og að því fylgja ákveðnar skyld­ur, eins og að hafa for­ystu í mál­efn­um safna á sínu sviði og að sjálf­sögðu eru forn­leif­ar grund­vall­arþátt­ur í starf­semi Þjóðminja­safns­ins. Við erum bara hrædd um að það verði ákveðið þekk­ing­ar­tap inn­an safns­ins á sviði forn­minja með svona fáa forn­leifa­fræðinga inn­an­borðs.“

Hagræðing og áherslu­breyt­ing­ar eru ástæður upp­sagn­anna

Snæ­dís seg­ir enn frem­ur að hún hafi rætt við Hörpu Þórs­dótt­ur, þjóðminja­vörð safns­ins, fyrr í dag þar sem farið var yfir ástæðurn­ar fyr­ir upp­sögn­un­um.

Þær hafi verið vegna hagræðing­ar, knún­ar áfram af aðhaldi í rík­is­rekstri, en einnig vegna áherslu­breyt­inga inn­an safns­ins.

„Þau eru að búa til tvær nýj­ar stöður með ann­ars kon­ar sérþekk­ingu og þar af leiðandi skera niður í forn­leifaþekk­ing­unni.“

Ekki náðist í Hörpu Þórs­dótt­ur við gerð frétt­ar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert