Hvalir komnir í Hvalfjörð

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    „Við höf­um aldrei séð hval í Hval­f­irði í þau 25 ár sem við höf­um verið með hvala­skoðun­ar­ferðir, þannig að þetta er al­veg nýtt fyr­ir okk­ur, og síðast í gær frétti ég af stökkvandi hvöl­um við Ferstiklu,“ seg­ir Rann­veig Grét­ars­dótt­ir, eig­andi og fram­kvæmda­stjóri Eld­ing­ar, um hnúfu­baka sem sést hafa í firðinum und­an­farna daga.

    Hún seg­ist hafa fengið ábend­ingu um þetta á þriðju­dag­inn í síðustu viku og talið fyrst að um væri að ræða brot á skerj­um við munna Hval­fjarðargang­anna.

    „Núna eru þeir komn­ir það inn­ar­lega að við för­um ekki á stóru bát­un­um að þeim held­ur nálg­umst þá á RIB-bát­um. Þetta voru meira hrefn­ur áður en núna er þetta hnúfu­bak­ur.“

    Hvalfjörðurinn stendur undir nafni þessa dagana. Bæði fuglar og hvalir …
    Hval­fjörður­inn stend­ur und­ir nafni þessa dag­ana. Bæði fugl­ar og hval­ir virðast hafa nóg af æti við Saur­bæ á Hval­fjarðar­strönd. Ljós­mynd/​Rob Hym­an-Eld­ing

    Hnúfu­bak­ur­inn er tæki­færissinni

    Guðjón Már Sig­urðsson, sjáv­ar­líf­fræðing­ur hjá Haf­rann­sókna­stofn­un, seg­ir skýr­ing­una á því að hval­ir sjá­ist á þess­um stað vera þá að þeir elti fæðuna og fugl­inn í kring gefi það einnig til kynna.

    „Þetta er hnúfu­bak­ur og hann er vænt­an­lega þarna á eft­ir smá­síld, bris­lingi eða ein­hverju öðru æti. Þeir fara þangað sem ætið er og þvæl­ast víða. Hnúfu­bak­ur er ólík­ur öðrum skíðis­hvöl­um að því leyti að hann er meiri tæki­færissinni þegar kem­ur að fæðuöfl­un­inni, þannig að það skipt­ist til helm­inga áta og fisk­ur. Hrefna er svipuð hnúfu­bakn­um en stóru skíðis­hval­irn­ir eru nær ein­göngu í át­unni. Yfir 90% af fæðu skíðis­hvala eru áta. Steypireyður, langreyður og sand­reyður lifa nær ein­göngu á át­unni.“

    Nán­ar um málið
    í Morg­un­blaðinu
    Áskrif­end­ur:
    Nán­ar um málið
    í Morg­un­blaðinu
    Áskrif­end­ur:
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert