Umferðartafir eru á Vesturlandsvegi eftir að umferðaróhapp varð við hringtorg í Mosfellsbæ, á gatnamótunum við Þverholt og Reykjaveg.
Að sögn lögreglu losnaði aftanívagn frá flutningabifreið, sem var á leið til vesturs/norðurs.
Vegfarendur eru beðnir um að sýna þolinmæði og tillitssemi, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.