Reyna að virða hagsmuni þjóðarinnar í sölunni

Daði sagði engan geta séð fyrir hver þróun markaða geti …
Daði sagði engan geta séð fyrir hver þróun markaða geti orðið á morgun eða í næsta mánuði og þess vegna erfitt að sjá fyrir hvenær hentugt væri að losa stöðu ríkisins í Íslandsbanka. mbl.is/Eyþór

Mark­mið Daða Más Kristó­fers­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, og rík­is­stjórn­ar­inn­ar er að gæta þess að virða hags­muni þjóðar­inn­ar í söl­unni á Íslands­banka með þeim hætti að reyna að tíma­setja söl­una þannig að aðstæður á markaði leyfi.

Þetta sagði Daði í ræðu sinni í 2. umræðu um frum­varpið um ráðstöf­un eign­ar­hlut­ar rík­is­ins í Íslands­banka á Alþingi í dag.

Ræddi ráðherr­ann hvenær aðstæður á markaði gætu verið heppi­leg­ar til söl­unn­ar. Sagði hann eng­an geta séð fyr­ir hver þróun markaða geti orðið á morg­un eða í næsta mánuði og þess vegna erfitt að sjá fyr­ir hvenær hent­ugt væri að losa stöðu rík­is­ins í Íslands­banka.

Gluggi engr­ar und­ir­liggj­andi óvissu

Daði sagði þó að al­mennt sé miðað við að óheppi­legt sé að losa eign­ar­hlut á borð við hlut rík­is­ins í Íslands­banka á tíma þegar mik­il hreyf­ing væri á mörkuðum, sér­stak­lega þegar óvissa væri vax­andi og verð fallandi.

„Þannig hef ég m.a. nokkr­um sinn­um talað um glugga í þessu sam­hengi. Þegar talað er um glugga er ein­ung­is verið að ræða það að miðað sé við að stór sala fari fram á tíma þar sem ætla má að eng­inn und­ir­liggj­andi óvissa valdi því að markaðir séu óeðli­leg­ar grunn­ir og þar með að fram­boðsaukn­ing­in leiði til mik­illa verðhreyf­inga eða að fyr­ir­séð sé að ein­hverj­ar meiri hátt­ar upp­lýs­ing­ar sem gætu haft áhrif á markaðsverð eigi sér stað meðan á söl­unni stend­ur.“

Þannig sagði Daði að mark­mið sitt sem fjár­mála- og efna­hags­ráðherra og rík­is­stjórn­ar­inn­ar væri að gæta þess að hags­mun­ir þjóðar­inn­ar yrðu virt­ir með því að reyna að tíma­setja söl­una þannig að aðstæður á markaði leyfi hana. Það muni rík­is­stjórn­in reyna að gera.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert