Velsældarþingið hefst á morgun

Dóra Guðrún Guðmundsdóttir er sviðsstjóri lýðheilsusviðs embættis landlæknis.
Dóra Guðrún Guðmundsdóttir er sviðsstjóri lýðheilsusviðs embættis landlæknis. Ljósmynd/Velsældarþing

Vel­sæld­arþingið Well­being Economy For­um sem embætti land­lækn­is ásamt fjölda inn­lendra og er­lendra aðila standa fyr­ir hefst á morg­un. Að þing­inu koma bæði inn­lend­ar og alþjóðleg­ar stofn­an­ir.

Er þingið einnig hluti af JA PreventNCD, sem er styrkt af heil­brigðisáætl­un Evr­ópu­sam­bands­ins. 

Vernd­ari Vel­sæld­arþings­ins er for­seti Íslands, Halla Tóm­as­dótt­ir, og fund­ar­stjóri er Dr. Dóra Guðrún Guðmunds­dótt­ir, sviðsstjóri lýðheilsu hjá embætti land­lækn­is.

Í til­kynn­ingu frá embætti land­lækn­is kem­ur fram að á þing­inu verði fjallað um hvernig hægt sé að nota vel­sæld­ar­viðmið við op­in­bera stefnu­mót­un og í at­vinnu­líf­inu, hvernig mæli­kv­arðar geta bet­ur end­ur­speglað raun­veru­lega líðan og lífs­gæði fólks og hvaða hlut­verk stjórn­völd, at­vinnu­líf og al­menn­ing­ur gegna í upp­bygg­ingu vel­sæld­ar­hag­kerf­is.

Kynn­ing­ar frá þátt­töku­ríkj­um

Auk er­inda verða vinnu­stof­ur og kynn­ing­ar á verk­fær­um og verk­efn­um frá þátt­töku­ríkj­um og stofn­un­um.

Marg­ir af helstu sér­fræðing­um heims á sviði vel­sæld­ar­hag­kerf­is flytja er­indi á vel­sæld­arþing­inu, meðal ann­ars Elva Rakel Jóns­dótt­ir for­stjóri Festu og Ilona Kickbusch, stofn­andi og for­stjóri Global Health Center.

Þingið stend­ur yfir til föstu­dags og hægt er að nálg­ast nán­ari upp­lýs­ing­ar um dag­skránna á heimasíðu Vel­sæld­arþings­ins

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert