Flæddi yfir veg í miklum vatnavöxtum

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Mikl­ir vatna­vext­ir voru í nokkr­um ám og fljót­um á Norður­landi í gær og flæddi yfir veg í Bárðar­dal.

    Á gröf­um Veður­stof­unn­ar má sjá hvernig vatns­flæði í nokkr­um ám á Norður­landi stór­jókst í gær­kvöldi. Mest jókst flæðið í Skjálf­andafljóti en þar fór vatns­rennsli upp í 800 rúm­metra á sek­úndu þegar mest lét. Degi áður hafði flæðið verið um 160 metr­ar á sek­úndu.

    Sömu­leiðis voru mikl­ir vatna­vext­ir í Aust­ari-Jök­ulsá og Héraðsvötn­um í Skagaf­irði.

    Ingi­björg Andrea Bergþórs­dótt­ir, nátt­úru­vá­sér­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands, seg­ir að þessa miklu vatna­vexti megi rekja til leys­inga en mik­il hlý­indi hafa verið á Norðaust­ur­landi síðustu daga.

    Til vinstri má sjá hvernig Aldeyjarfoss leit út í gærkvöldi. …
    Til vinstri má sjá hvernig Ald­eyj­ar­foss leit út í gær­kvöldi. Til hægri má sjá hvernig foss­inn lít­ur út í venju­legu ár­ferði og rennsli í Skjálf­andafljóti er minna. Sam­sett mynd/​Ljós­mynd/​Krist­inn Ingi Pét­urs­son/​Sonja Sif Þórólfs­dótt­ir

    Meira en síðustu ár

    „Þetta teng­ist úr­kom­unni sem hef­ur verið síðustu daga og hlý­ind­un­um fyr­ir norðan. Í sjálfu sér teng­ist þetta hefðbundn­um vor­leys­ing­um en þetta varð dá­lítið mikið þarna í Skjálf­andafljóti sér­stak­lega. Aðstæður valda því að það bráðnar mikið af snjó og berst í árn­ar á þessu svæði.“

    Ingi­björg bæt­ir við að rennslið hafi náð há­marki í kring­um miðnætti í gær og að nú séu árn­ar á niður­leið.

    „Þetta er á niður­leið núna og svo er út­lit fyr­ir að það fari að kólna, svo við bú­umst frek­ar við því að þetta fari að jafna sig næstu daga.“

    Spurð hvort aðeins sé um að ræða venju­bundn­ar leys­ing­ar seg­ir Ingi­björg: „Leys­ing­ar á vori eru mjög eðli­leg­ar og ger­ast ár­lega en þetta var kannski meira en við höf­um séð síðustu ár, sér­stak­lega í Skjálf­andafljóti og Aust­ari-Jök­ulsá.“

    Gífurlegt vatnsrennsli var við Aldeyjarfoss í Skjálfandafljóti í gær.
    Gíf­ur­legt vatns­rennsli var við Ald­eyj­ar­foss í Skjálf­andafljóti í gær. Ljós­mynd/​Krist­inn Ingi Pét­urs­son

    Flæddi yfir á á þrem­ur stöðum

    Al­manna­vörn­um og viðbragðsaðilum á svæðinu var gert viðvart um stöðuna í gær­kvöldi en vatn úr Skjálf­andafljóti flæddi yfir veg í Bárðar­dal.

    „Það flæddi og flæðir enn yfir veg­inn suður á sanda­brot­un­um, í aust­an­verðum Bárðar­dal,“ seg­ir Jón Ing­ólfs­son, yf­ir­verk­stjóri hjá Vega­gerðinni á Húsa­vík, og bæt­ir við að nú þegar flæðið sé farið að ganga niður sé Vega­gerðin að gera sig lík­lega til að fara og sinna viðhaldi á veg­in­um. 

    „Við vor­um þarna í nótt, það flæddi aust­ur yfir veg­inn syðst í sönd­un­um og rann svo meðfram hon­um aust­an við og yfir aft­ur til baka. [...] Það renn­ur aust­ur yfir hann á ein­um stað og til baka á tveim­ur.“

    Sem bet­ur fer fáir ferðamenn á ferli

    Mun þurfa mikið viðhald?

    „Já, við mun­um þurfa að keyra hell­ing í hann. [...] Við för­um ekki í þetta al­veg strax á meðan það er svona mikið vatn á ferðinni en um leið og fer að sjatna í þessu þá reyn­um við að gera eitt­hvað.“

    Að lok­um seg­ir Ingi að sem bet­ur fer sé veg­ur­inn ekki mikið far­inn á þess­um árs­tíma.

    „Hann er far­inn hell­ing á sumr­in þegar ferðamenn­irn­ir koma en sem bet­ur fer er lítið um ferðamenn á þess­um árs­tíma. Þetta er heima­fólkið sem er að fara veg­inn og það kann á þetta og veit hvað það er að gera.“

    Flæddi yfir veginn í Bárðardal á þremur stöðum.
    Flæddi yfir veg­inn í Bárðar­dal á þrem­ur stöðum. Ljós­mynd/​Krist­inn Ingi Pét­urs­son
    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert