Fresta ársfundi vegna forfalla

Ársfundi fyrirtækisins hefur verið frestað til haustsins.
Ársfundi fyrirtækisins hefur verið frestað til haustsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Árs­fundi Orku­veit­unn­ar sem ber yf­ir­skrift­ina „Hrein tæki­færi 2025 – Ísland í ólg­andi heimi“ hef­ur verið frestað fram á haust, en fund­inn átti að halda í Grósku í dag, 8. maí. Verður ná­kvæm dag­setn­ing gef­in þegar nær dreg­ur.

Þetta seg­ir Breki Loga­son sam­skipta­stjóri Orku­veit­unn­ar í sam­tali við Morg­un­blaðið, en ástæðu frest­un­ar­inn­ar seg­ir hann þá að aðal­fyr­ir­les­ar­inn á fund­in­um for­fallaðist af per­sónu­leg­um ástæðum á síðustu stundu og var því ákveðið að fresta árs­fund­in­um um sinn.

„Við töld­um rétt­ast að ýta fund­in­um fram á haustið og halda hann með þeim hætti sem við vilj­um, í stað þess að gefa ein­hvern af­slátt,“ seg­ir Breki og vek­ur at­hygli á að árs­fund sé ekki skylt að halda eins og aðal­fund. Aðal­fund­ir Orku­veit­unn­ar og dótt­ur­fé­laga voru haldn­ir 11. apríl sl.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert