Ársfundi Orkuveitunnar sem ber yfirskriftina „Hrein tækifæri 2025 – Ísland í ólgandi heimi“ hefur verið frestað fram á haust, en fundinn átti að halda í Grósku í dag, 8. maí. Verður nákvæm dagsetning gefin þegar nær dregur.
Þetta segir Breki Logason samskiptastjóri Orkuveitunnar í samtali við Morgunblaðið, en ástæðu frestunarinnar segir hann þá að aðalfyrirlesarinn á fundinum forfallaðist af persónulegum ástæðum á síðustu stundu og var því ákveðið að fresta ársfundinum um sinn.
„Við töldum réttast að ýta fundinum fram á haustið og halda hann með þeim hætti sem við viljum, í stað þess að gefa einhvern afslátt,“ segir Breki og vekur athygli á að ársfund sé ekki skylt að halda eins og aðalfund. Aðalfundir Orkuveitunnar og dótturfélaga voru haldnir 11. apríl sl.
Fyrirlesarinn sem forfallaðist er Akshat Rathi, en hann er breskur rithöfundur og blaðamaður. Erindi hans átti að fjalla um loftslagsmál undir yfirskriftinni Climate Capitalism, en hann skrifaði samnefnda bók sem kom út á síðasta ári.
Á ársfundinum er ætlunin að hafa loftslagsmál í forgrunni, ásamt orkuöryggi og tengdum málum sem í brennidepli eru um þessar mundir.
Ársfundurinn í haust verður væntanlega haldinn í Grósku eins og ætlunin var með hinn frestaða fund, en fundurinn í fyrra, sem var haldinn í Hörpu, var vel sóttur að sögn Breka.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.