Jón Þór metinn sakhæfur

Úr dómsal í Héraðsdómi Austurlands.
Úr dómsal í Héraðsdómi Austurlands. Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson

Geðlækn­ar þeir sem komu fyr­ir Héraðsdóm Aust­ur­lands í máli héraðssak­sókn­ara gegn Jóni Þór Dag­bjarts­syni í dag voru á einu máli um að Jón Þór sé sak­hæf­ur, bæði gagn­vart 15. og 16. grein al­mennra hegn­ing­ar­laga.

Sögðu þeir hann ekki hafa verið í geðrofi þegar hann réðst að Haf­dísi Báru Óskars­dótt­ur, fyrr­ver­andi sam­býl­is­konu sinni, í tvígang í októ­ber á síðasta ári.

Aðalmeðferð í mál­inu var fram haldið í Héraðsdómi Aust­ur­lands í dag. 

Ákvæði 15. grein­ar kveða á um að þeim sem sök­um geðveiki, and­legs vanþroska eða hrörn­un­ar, rænu­skerðing­ar eða ann­ars sam­svar­andi ástands voru alls ófær­ir á þeim tíma, er þeir unnu verkið, til að stjórna gerðum sín­um, skuli ekki refsað.

Ákvæði 16. grein­ar kveða á um að þeim sem fremja verknað og eru and­lega miður sín, svo sem vegna vanþroska, hrörn­un­ar, kyn­ferðis­legs misþroska eða annarr­ar trufl­un­ar, en ástandið þó ekki á eins háu stigi og 15. gr. kveður á um, skuli refsa ger­and­an­um fyr­ir brotið, ef ætla megi eft­ir at­vik­um og eft­ir að lækn­is­um­sagn­ar hef­ur verið leitað að refs­ing geti borið ár­ang­ur. Refs­ing­una skuli ger­and­inn taka út á viðeig­andi stofn­un.

Jón Þór er sakaður um að hafa 13. októ­ber haldið Haf­dísi Báru niðri, káfað á henni og rifið hana úr föt­um. Þrem­ur dög­um síðar á hann að hafa veist að henni með rúllu­bagga­teini og notað hann til að stinga hana í kviðinn og þrengja að hálsi henn­ar. Árás­in átti sér stað í skemmu við bæ­inn Há­mund­astaði IV í Vopnafirði.

Lík­leg­ast hug­rof

Einn geðlækn­anna taldi þrjár ástæður hugs­an­leg­ar fyr­ir því að Jón Þór myndi ekki eft­ir árás­inni. Hann myndi ekk­ert vegna áhrifa efna, hann gerði sér upp minn­is­leysi eða glími við hug­rof, ein­kenni sem geti komið und­ir miklu álagi og sé oft tengt áfall­a­streiturösk­un. Það væri lík­leg­asta skýr­ing­in. Hann taldi Jón Þór sak­hæf­an.

Ann­ar geðlækn­ir sagði Jón Þór vissu­lega hafa orðið fyr­ir al­var­leg­um áföll­um og að hann glími við áfall­a­streiturösk­un en þó sé hann sak­hæf­ur. Hann sé ekki að jafnaði hættu­leg­ur öðrum en þurfi stuðning og meðferð vegna þung­lynd­is. Geðlækn­ir­inn sagði hann ekki hafa dæmi­gerð ein­kenni geðrofs.

Þriðji geðlækn­ir­inn sagði að ekki hafi verið um geðrof að ræða, rug­lástand, of­skynj­an­ir eða rang­hug­mynd­ir. Hann hafi ein­fald­lega misst stjórn á sér. Taldi hann Jón Þór sak­hæf­an rétt eins og hinir.

Sál­fræðing­ur sem hef­ur haft Haf­dísi Báru til meðferðar um tíma sagði áfallameðferð henn­ar ekki lokið og erfitt að segja hversu lengi hún mun standa yfir. Sagði sál­fræðing­ur­inn að ein­kenni áfall­a­streitu gætu alltaf verið viðvar­andi þótt tak­ist að lifa með þeim. Seg­ir hann áætlað að Haf­dís Bára nái þokka­leg­um bata með áfram­hald­andi meðferð og sjálfs­vinnu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert