Litlar hömlur voru á meðferð upptaka úr hlerunum

Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, segir erfitt að koma í veg …
Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, segir erfitt að koma í veg fyrir það þegar starfsfólk brýtur trúnað. Samsett mynd

Litl­ar kerf­is­læg­ar höml­ur voru á því hvernig starfs­fólk sem sem hafði aðgang að upp­tök­um úr hler­un­um hjá embætt­is sér­staks sak­sókn­ara fór með þau gögn sem aflað var með hlust­un­um á eft­ir­hruns­ár­un­um.  

Eins og fram kom í Kast­ljósi höfðu fyrr­ver­andi starfs­menn embætt­is­ins, þeir Jón Óttar Ólafs­son og Guðmund­ur Hauk­ur Gunn­ars­son, stofn­end­ur PPP, í sín­um fór­um mikið magn af upp­tök­um sem þeir höfðu af­ritað hjá embætti sér­staks sak­sókn­ara.

Jón Óttar hafði um­sjón með síma­hlust­un­um fyr­ir embættið í þeim mál­um sem hann kom að sem rann­sak­andi.

Voru með gögn úr mál­um sem þeir rann­sökuðu ekki 

Ólaf­ur Þór Hauks­son, héraðssak­sókn­ari og fyrr­um sér­stak­ur sak­sókn­ari, tel­ur að þeir Jón Óttar og Guðmund­ur hafi ekki notið liðsinn­is neins úr embætti sér­staks sak­sókn­ara þegar þeir öfluðu gagna í per­sónu­lega þágu. Þeir hafi haft aðgang að gögn­um í þeim mál­um sem þeir voru að rann­saka á eft­ir­hruns­ár­un­um. Ólaf­ur hef­ur ekki skýr­ing­ar á því hvernig þeim tókst að afla gagna úr öðrum mál­um.

Sjálf­ir héldu þeir því fram að þeir hefðu fengið heim­ild til að veita skipta­stjóra gögn í Milest­one-mál­inu svo­kallaða sem þeir unnu svo skýrslu upp úr fyr­ir skipta­stjóra í mál­inu. Það mál var upp­spretta að saka­mál­a­rann­sókn sem rík­is­sak­sókn­ari rann­sakaði en hann lét málið niður falla.

Hann seg­ir vert að velta upp sinni ábyrgð sem yf­ir­maður stofn­un­ar­inn­ar í gagnalek­an­um en að end­ingu sé það svo að erfitt sé að verj­ast því þegar lög­reglu­menn brjóta trúnað.

Átt ekki að gera þetta

Voru eng­ar höml­ur á því hvernig starfs­fólk gat farið með gögn­in úr þeim mál­um þar sem hlustað var á fólk?

„Höml­urn­ar eru alltaf þannig að þú átt ekki að gera þetta. Það eru mjög ströng fyr­ir­mæli um það hvernig þú átt að um­gang­ast gögn­in og þetta er hlut­ur sem þú átt ekki að gera. En ef aðili ætl­ar að taka gögn með ólög­leg­um hætti. Þá finn­ur hann leiðir til þess,“ seg­ir Ólaf­ur.

En nú eru þessi gögn vistuð beint á annað tæki?

„Já í dag eru þessi gögn vistuð á ákveðnu svæði,“ seg­ir Ólaf­ur og gef­ur í skyn að verklag hafi breyst.

Eru lík­ur á því að fleiri hafi tekið þátt í þessu?

„Nei, við sjá­um það ekki fyr­ir okk­ur.“

Var það þannig að hver og einn sem hafði aðgang að hlust­un­ar­gögn­um í öll­um mál­um gat vistað þau ef hon­um sýnd­ist svo?

„Ef þú varst að vinna að til­teknu máli er varðaði þessa hlust­un, þá hafðir þú aðgang að hlust­un­inni.“

„Þetta voru lang­mest gögn úr Milest­one/​Sjóvá-mál­inu,“ seg­ir Ólaf­ur og vís­ar í þau gögn sem Jón Óttar og Guðmund­ur höfðu und­ir hönd­um.

En þeir voru líka með gögn úr öðrum mál­um. Hvernig fá þeir aðgang að þeim?

„Ég get í sjálfu sér ekki svarað því. Ég veit ekki ná­kvæm­lega hvernig þeir báru sig að í því. En þá er það eitt­hvað sem rann­sókn þar til bærra aðila mun að ein­hverju leyti lúta að,“ seg­ir Ólaf­ur en rík­is­sak­sókn­ari er með tvö mál tengd þeim Ótt­ari og Guðmundi til skoðunar.

Er hægt að treysta því að búið sé að eyða öll­um gögn­um í tengsl­um við mál frá þess­um tíma?

„Já, það er búið að eyða öll­um þess­um gögn­um. Þeim sím­töl­um sem eru ótengd mál­un­um á að vera eytt,“ seg­ir Ólaf­ur.

Að sögn Ólafs á að eyða slík­um gögn­um þegar end­an­leg­ur dóm­ur er fall­inn.

Bóta­mál hugs­an­legt

Er ekki mögu­legt að stór hóp­ur fólks muni fara í bóta­mál vegna þessa?

„Það verður að koma í ljós en það er hugs­an­legt. Nú er mjög stutt um liðið af því sem kom fram og flest­ir eru lík­lega enn að melta það sem fram kom í gær­kvöldi,“ seg­ir Ólaf­ur Þór.

Líður þér eins og þú ber­ir ein­hverja ábyrgð í þessu máli sem yf­ir­maður stofn­un­ar­inn­ar?

„Auðvitað fer maður yfir verklagið með gagn­rýn­um huga. En þarna er fyrst og fremst grun­ur um að trúnaður hafi verið brot­inn og það er býsna erfitt að verj­ast því ef menn ætla að fara í það,“ seg­ir Ólaf­ur.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert