Maðurinn hafi hótað ættingjum sínum

Lögreglan á vettvangi.
Lögreglan á vettvangi. Ljósmynd/Aðsend

Maður­inn sem leidd­ur var út í járn­um við aðgerð lög­regl­u og sér­sveit­ar rík­is­lög­reglu­stjóra í fjöl­býl­is­húsi í efri byggð Kópa­vogs í dag hafði hótað ætt­ingj­um sín­um. Maður­inn er þekkt­ur hjá lög­reglu.

Varðstjóri lög­regl­unn­ar mat aðstæður sem svo að þörf væri á aðstoð sér­sveit­ar­inn­ar við hand­tök­una.

Þetta seg­ir Sigrún Krist­ín Jón­as­dótt­ir, lög­reglu­full­trúi í Kópa­vogi, í sam­tali við mbl.is. Það sé ekki óeðli­legt að lög­regl­an óski eft­ir aðstoð sér­sveit­ar.

„Við vit­um al­veg hver hann er“

Aðspurð seg­ir Sigrún lög­regl­una oft fá sér­sveit­ina til að vera sér inn­an hand­ar við hand­tök­ur, „sér­stak­lega ef þetta er ein­hver sem er þekkt­ur aðili hjá lög­reglu“.

„Þá er miklu betra að fá aðstoð frá þeim og allt gangi vel fyr­ir sig held­ur en að við séum að fara of fá á staðinn.“

Er viðkom­andi semsagt þekkt­ur hjá lög­reglu?

„Ekki þannig þekkt­ur en við vit­um al­veg hver hann er. Þetta er bara gert til að tryggja ör­yggi allra. Til að þetta fari ekki í ein­hverja al­gjöra vit­leysu.“

Málið er til rann­sókn­ar hjá lög­reglu.

Sérsveitin er sögð hafa mætt með sérhæft tæki sem notað …
Sér­sveit­in er sögð hafa mætt með sér­hæft tæki sem notað er til að brjóta upp hurðir. Ljós­mynd/​Aðsend
Maðurinn leiddur í burtu í járnum.
Maður­inn leidd­ur í burtu í járn­um. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert