Björgunarskipið Björg var kallað út um hádegisbil í dag vegna vélarvana skips norður af Rifi.
Umrætt skip er Hildur SH 777, 33 metrar að lengd og 475 brúttótonn. Að því er fram kemur á facebooksíðu björgunarsveitarinnar Lífsbjargar í Snæfellsbæ lét Hildur mjög vel í drætti.
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var nokkuð tilkomumikil sjón þegar komið var í höfn síðdegis.