Ofbeldisbrot í Reykholti: Rannsókn lokið

Frá Reykholti.
Frá Reykholti. mbl.is/Sigurður Bogi

Rann­sókn lög­reglu í máli er varðar grun um al­var­legt of­beld­is­brot í Reyk­holti í Bisk­upsstung­um í lok apríl á síðasta ári er lokið og er málið komið til héraðssak­sókn­ara.

Þetta staðfest­ir Sveinn Kristján Rún­ars­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á Suður­landi, í sam­tali við mbl.is.

Þrír karl­menn og eina kona, allt Íslend­ing­ar, voru í gæslu­v­arðhaldi í tengsl­um við málið en sá sem varð fyr­ir of­beld­inu var eldri maður með malt­neskt rík­is­fang sem hef­ur verið hér á landi í lang­an tíma. Brot­in vörðuðu meinta frels­is­svipt­ingu, lík­ams­árás og fjár­kúg­un.

Í frétt RÚV um málið í maí í fyrra kom fram að sam­kvæmt heim­ild­um RÚV hafi fólkið haldið ein­stak­lingn­um í nokkra daga í kjall­ara íbúðar sem hann leigði af ein­um ger­and­anna, þar sem brot­in áttu sér stað.

Þau hafi síðan keyrt hann upp á Kefla­vík­ur­flug­völl til að senda hann úr landi. Þar kom einnig fram að gerend­urn­ir teng­ist fjöl­skyldu­bönd­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert