Rekstrarstöðvun yfirvofandi

Fyrirtækið glímir nú við mikla rekstrarerfiðleika.
Fyrirtækið glímir nú við mikla rekstrarerfiðleika. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

„Staðan er mjög erfið og þung. Markaðirn­ir eru ákaf­lega dapr­ir og verðið er mjög lágt og hef­ur lækkað það sem af er þessu ári. Við erum að glíma við til­tölu­lega háan kostnað, verk­smiðjan er frek­ar ný, en aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir.“

Þetta seg­ir Kári Marís Guðmunds­son, for­stjóri PCC BakkaSilicon hf. á Húsa­vík, í sam­tali við Morg­un­blaðið. Fyr­ir­tækið fram­leiðir kís­il­málm sem seld­ur er til út­landa.

Hann gekk á fund byggðarráðs Norðurþings um sl. mánaðamót og gerði grein fyr­ir erfiðri stöðu fyr­ir­tæk­is­ins. Í fund­ar­gerð byggðarráðs er ít­rekuð sú afstaða þess að starf­semi PCC BakkaSilicon sé mik­il­væg fyr­ir sam­fé­lagið og að rekst­ur sveit­ar­fé­lags­ins bygg­ist að stór­um hluta á bein­um og óbein­um tekj­um sem starf­sem­in skili til Norðurþings.

„Ef ekk­ert batn­ar á næstu vik­um er ekk­ert annað í stöðunni en að klára það hrá­efni sem fyr­ir ligg­ur og taka síðan ein­hvers kon­ar rekstr­ar­stöðvun, en eng­in end­an­leg ákvörðun hef­ur verið tek­in um það. En út­litið er mjög dökkt,“ seg­ir Kári Marís.

Kári Marís seg­ir að eft­ir end­ur­skipu­lagn­ingu á rekstr­in­um í byrj­un þessa árs ein­beiti fyr­ir­tækið sér nú að kjarn­a­starf­semi sinni. Í kjöl­far end­ur­skipu­lagn­ing­ar­inn­ar hafi verið unnt að fækka starfs­fólki, en frá ára­mót­um hafa 10 starfs­menn látið af störf­um og fækkað um allt að 20 stöðugildi. Starfs­menn eru nú 130. Þar er þó ekki allt upp talið því fyr­ir­tækið skap­ar einnig af­leidd störf á svæðinu, en verk­tak­ar sinna ýms­um verk­efn­um fyr­ir fyr­ir­tækið. Aðeins ann­ar tveggja ofna sem PCC Bakk­iSilicon býr yfir er nú í rekstri.

Hann nefn­ir að fyr­ir­tæk­inu hafi borist beiðni frá Lands­virkj­un sl. haust um að búa sig und­ir skerðingu á raf­orku­af­hend­ingu sem brugðist hafi verið við með því að taka ann­an ofn fyr­ir­tæk­is­ins úr rekstri, sem gert var fyrri hluta vetr­ar. Síðan fékk fyr­ir­tækið til­kynn­ingu um að ekk­ert yrði af skerðing­unni.

„Þá var skaðinn skeður, markaðirn­ir voru farn­ir niður á við og sölu­samn­ing­ar gengn­ir úr skaft­inu. Við keyrðum því áfram á ein­um ofni og markaðsaðstæður hafa bara versnað síðan, ef eitt­hvað er,“ seg­ir Kári Marís.

„Útlitið er ákaf­lega erfitt. Tolla­stríð Trumps hef­ur ekki hjálpað okk­ur,“ seg­ir Kári Marís og nefn­ir að hár kostnaður og sam­keppni við Kína hjálpi ekki held­ur.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert