Stjórnarmenn fái fundarsetu greidda

Sigríður Dögg Auðunsdóttir hefur verið formaður Blaðamannafélagsins frá árinu 2021 …
Sigríður Dögg Auðunsdóttir hefur verið formaður Blaðamannafélagsins frá árinu 2021 en hún starfar jafnframt hjá Rúv. Ljósmynd/Aðsend

Til stend­ur að taka upp greiðslur til stjórn­ar­manna í Blaðamanna­fé­lagi Íslands vegna fund­ar­setu, en málið verður tekið fyr­ir á fé­lags­fundi. Þetta staðfest­ir Blaðamanna­fé­lagið í svari við fyr­ir­spurn Morg­un­blaðsins.

Lagt verður til við fé­lags­menn að stjórn­ar­menn fái 25 þúsund krón­ur greidd­ar fyr­ir hvern sótt­an fund og að greitt verði tvisvar á ári með inn­leggi á banka­reikn­inga.

Í fund­ar­gerð stjórn­ar Blaðamanna­fé­lags Íslands frá því í fe­brú­ar kem­ur fram að fyr­ir fund­in­um hafi legið að ræða greiðslu fyr­ir fund­ar­setu, en umræðu um málið var frestað á þeim tíma. Nýrri fund­ar­gerðir liggja ekki fyr­ir og spurðist blaðið því fyr­ir um málið.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert