Þrír dæmdir fyrir frelsissviptingu í Vatnagörðum

Brotaþoli slapp úr húsnæðinu í Vatnagörðum og braut rúðu til …
Brotaþoli slapp úr húsnæðinu í Vatnagörðum og braut rúðu til að sækja hjálp. mbl.is/Þorgeir

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hef­ur dæmt þrjá menn í fang­elsi, þar af einn í skil­orðsbundið fang­elsi, fyr­ir að pynta mann í tvo tíma sem þeir frels­is­sviptu og héldu í hús­næði í Vatna­görðum í janú­ar 2023. Tóku þeir meðal ann­ars árás sína á mann­inn upp.

Eru tveir menn, sem nefnd­ir eru X og Y m.a. dæmd­ir fyr­ir frels­is­svipt­ingu og kyn­ferðis­brot. Þá er X einnig dæmd­ur fyr­ir fíkni­efna­laga­brot.

Er X dæmd­ur til þriggja ára fang­elsis­vist­ar, Y dæmd­ur til tveggja og hálfs árs fang­elsis­vist­ar og maður sem nefnd­ur er Z dæmd­ur í skil­orðsbundið sex­tán mánaða fang­elsi.

Fannst blóðugur á gang­stétt

Málið kom upp aðfaranótt sunnu­dags­ins 29. janú­ar árið 2023.

Til­kynn­ing barst lög­reglu laust eft­ir fjög­ur um nótt­ina og stuttu síðar barst til­kynn­ing frá brotaþola sjálf­um um að hann hefði verið stung­inn í hönd­ina og hon­um væri að blæða út.

Lög­regla fór á vett­vang og fann brotaþola al­blóðugan á gang­stétt. Maður­inn vildi ekki gefa upp í fyrstu hverj­ir hefðu veitt hon­um áverk­ana en sagðist feg­inn að þeim hefði ekki tek­ist að nauðga hon­um.

X og Y voru ákærðir fyr­ir stór­fellda lík­ams­árás, hót­an­ir, brot gegn blygðun­ar­semi, kyn­ferðis­lega áreitni og ólög­mæta nauðung. Sá þriðji, sem nefnd­ur er Z, var ákærður fyr­ir lík­ams­árás, kyn­ferðis­lega áreitni og látið fyr­ir far­ast að koma manni til bjarg­ar á meðan frels­is­svipt­ing­unni stóð.

Vildu tvær millj­ón­ir

Á bráðamót­töku lýs­ir maður­inn því fyr­ir lög­reglu að hann hefði verið frels­is­svipt­ur um nótt­ina og ekki kom­ist út fyrr en um klukk­an fimm um morg­un­inn. Hann sagðist hafa verið haldið inni í her­bergi og beitt­ur marg­háttuðu of­beldi þar. Í næsta her­bergi voru vopn geymd.

Maður­inn sagðist hafa verið stung­inn með rauðum hníf í hend­ina. Þá voru risp­ur á baki hans, maga og bringu, eft­ir hníf og gler­brot. Þá höfðu menn­irn­ir lamið hann með belti og hamri, og sparkað í hann.

Þurfti að sauma nítj­án spor í upp­hand­legg manns­ins á bráðamót­tök­unni.

Sagði brotaþoli menn­ina X og Y hafa verið að verki en þeir vildu fá tvær millj­ón­ir króna frá hon­um.

Slapp aft­ur

Maður­inn sagðist hafa sloppið úr prísund­inni, farið að næsta húsi þar sem hann braut rúðu með steini svo ör­yggis­kerfið færi í gang og hann fengi hjálp. Menn­irn­ir fundu hann þó aft­ur og tóku inn í bíl. Maður­inn slapp þá í annað sinn og náði þá að hringja í lög­reglu og kalla eft­ir aðstoð.

Brotaþoli sagði þriðja mann­inn hafa verið viðstadd­ann og lýsti hon­um sem ger­anda.

Y og X voru hand­tekn­ir í fram­hald­inu. X var þá að þrífa á vett­vangi í hús­næðinu í Vatna­görðum.

Var hann þar að skúra baðher­bergið þaar sem blóðkám var á veggj­un­um. Lykl­ar að jeppa fund­ust í fór­um hans, en bíll­inn var sá sami og lagt var fyr­ir utan hús­næðið, en tölu­vert af blóði var í aft­ur­sæti bíls­ins.

Tóku upp of­beldið

Við rann­sókn fund­ust upp­tök­ur úr mynda­vél­um sem sak­born­ing­arn­ir höfðu komið fyr­ir í her­berg­inu áður en þeir beittu mann­inn of­beldi. Stærst­ur hluti at­b­urðarás­ar­inn­ar sést á upp­tök­un­um.

Þá sést einnig, á öðrum ör­ygg­is­mynda­vél­um, þegar brotaþoli reyn­ir að flýja en menn­irn­ir ná hon­um.

Voru æsku­vin­ir

Fyr­ir dómi sagðist X kann­ast við málið og sagðist hafa verið vin­ur brotaþola. Hann neitaði aðkomu að of­beld­inu og sagðist ekki vera of­beld­ismaður. Sagðist hann hafa sett mynda­vél­arn­ar upp að beiðni ákærða Y, sem hafi ætlað að ræða skuld við brotaþola. Sagðist X sjálf­ur hafa ótt­ast of­beldi af hálfu Y.

Upp­tök­ur þykja sýna að X hafi verið full­ur þátt­tak­andi í skipu­lagi og fram­gangi at­b­urða. Þó hann hafi látið Y um of­beldið á meðan hann fylgd­ist með þá tók hann þátt í að binda brotaþola og skipaði hinum að hlýða. 

Y játaði hátt­sem­ina sem sást á upp­tök­un­um. Sagðist hann hafa verið æsku­vin­ur brotaþola, sem hann sagði hafa stolið fík­n­efn­um og skuldað sér hálfa millj­ón króna.

Sagðist Y aðeins ætlað að hræða brotaþola.

Z sagðist kann­ast við sjálf­an sig á upp­töku úr her­berg­inu í Vatna­görðum. Hann sagðist ekk­ert tengj­ast at­vik­um máls­ins. Hann hafi aðeins verið beðinn um að fara inn í her­bergið og hræða brotaþola. Kannaðist hann við að hafa rekið fót­inn í rass hans þegar búið var að gyrða niður um hann.

Menn­irn­ir voru all­ir dæmd­ir í fang­elsi, en Z aðeins í skil­orðsbundið fang­elsi.

Dul­bú­inn lög­reglumaður af­henti send­ing­una

Þá var sá sem nefnd­ur er X í dómn­um einnig ákærður fyr­ir til­raun til stór­fellds fíkni­efna­laga­brots í júní árið 2021 með því að hafa reynt að taka við 529,34 grömm­um af metam­feta­mín kristöll­um. Fíkni­efn­in voru fal­in í gjafa­pakka sem inni­hélt skjala­möppu, en pakk­inn var póstlagður með DHL flutn­inga­fyr­ir­tæk­inu og kom hann hingað frá Mala­ví.

Lög­regl­an lagði hald á send­ing­una. Þegar ákærði taldi sig vera að sækja send­ing­una á bens­ín­stöð, þar sem lög­reglumaður hafði dul­búið sig sem starfs­mann DHL, var hann hand­tek­inn.

Var ákærði einnig með í úlpu­vasa sín­um 28 stykki af oxycodo­ne töfl­um. Var hann einnig ákærður fyr­ir það brot. 

Þá var maður­inn ákærður fyr­ir pen­ingaþvætti.

X játaði brot­in en kvaðst þó ein­ung­is hafa verið hlut­deild­armaður í fíkni­efnainn­flutn­ingn­um. Sagðist hann þá hafa haldið að Oxycont­in væri í send­ing­unni en ekki metam­feta­mín. Er það mat dóms­ins að ákærði hefði tekið þátt í skipu­lagn­ingu inn­flutn­ings­ins með því að heim­ila notk­un nafns síns og heim­il­is­fangs sem viðtak­anda og að hon­um hefði verið ljóst að um ólög­leg fíkni­efni væri að ræða. Var hann því sak­felld­ur fyr­ir þá hátt­semi sem hon­um var gef­in að sök.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert