Velsæld mikilvægari en aðgerðir í loftslagsmálum

Velsældarþing í Hörpu í dag.
Velsældarþing í Hörpu í dag. mbl.is/Karítas

Sam­kvæmt nýrri ís­lenskri kyn­slóðamæl­ingu kem­ur fram að Íslend­ing­ar telja heilsu og vellíðan mik­il­væg­ari en aðgerðir í lofts­lags­mál­um. Ungt fólk vill aukna vel­sæld sam­kvæmt niður­stöðum könn­un­ar­inn­ar sem voru birt­ar á Vel­sæld­arþingi í Hörpu.

Dóra Guðrún Guðmunds­dótt­ir, sviðstjóri lýðheilsu hjá Embætti land­lækn­is og fund­ar­stjóri Vel­sæld­arþings­ins, kynnti niður­stöður úr nýrri ís­lenskri kyn­slóðamæl­ingu á Vel­sæld­arþingi í Hörpu í morg­un. Könn­un­in var unn­in af Pró­sent.

Heilsa og vellíðan mik­il­væg­asta heims­mark­miðið

Niður­stöðurn­ar benda til þess að Íslend­ing­ar telji heilsu og vellíðan, frið og rétt­læti og jöfnuð mik­il­væg­ustu heims­mark­mið Sam­einuðu þjóðanna til að fylgja eft­ir í ís­lensku sam­fé­lagi. Heims­mark­mið Sam­einuðu þjóðanna eru 17 mark­mið sem miða að því að bæta sam­fé­lög, vernda jörðina og tryggja frið og vel­sæld fyr­ir alla fyr­ir árið 2030.

Í könn­unni voru þátt­tak­end­ur beðnir um að velja þau heims­mark­mið Sam­einuðu þjóðanna sem þeir telja mik­il­væg­ast að leggja áherslu á í ís­lensku sam­fé­lagi. Niður­stöðurn­ar sýna fram á það að heilsa og vellíðan sé mik­il­væg­asta heims­mark­miðið og má sjá mun á viðhorf­um meðal kyn­slóða.

Sam­kvæmt niður­stöðum könn­un­ar­inn­ar segja 48% Z-kyn­slóðar­inn­ar að heilsa og vellíðan sé mik­il­væg­asta heims­mark­miðið. Z-kyn­slóðin sam­an­stend­ur af þeim sem fædd­ir eru á ár­un­um 1997-2010.

Aðgerðir í lofts­lags­mál­um mik­il­væg­ast­ar 2021

Árið 2021 voru aðgerðir í lofts­lags­mál­um það heims­mark­mið sem flest sem til­heyra Z-kyn­slóðinni töldu mik­il­væg­ast eða um 59%. Tveim­ur árum síðar urðu mikl­ar breyt­ing­ar en þá var heims­mark­miðið heilsa og vellíðan oft­ast valið og aðgerðir í lofts­lags­mál­um féllu þá í fjórða sæti.

Öllum kyn­slóðum nema upp­gang­skyn­slóðinni fannst heilsa og vellíðan vera mik­il­væg­asta mark­miðið. Upp­gang­skyn­slóðin sem sam­an­stend­ur af þeim sem fædd­ir eru á ár­un­um 1946-1964, taldi frið og rétt­læti vera mik­il­væg­asta heims­mark­miðið. All­ar kyn­slóðirn­ar áttu það sam­eig­in­legt árið 2021 að aðgerðir í lofts­lags­mál­um væru mik­il­væg­ast­ar. Nú telja flest­ir slík­ar aðgerðir ekki vera jafn mik­il­væg­ar.

Þetta var í þriðja sinn sem kyn­slóðamæl­ing­in var fram­kvæmd og svöruðu 2.500 manns könn­un­inni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert