Vilja að saga Hjalta hjálpi öðrum

Leitin að Hjalta Snæ Árnasyni bar ekki árangur.
Leitin að Hjalta Snæ Árnasyni bar ekki árangur. Samsett mynd/mbl.is/Ólafur Árdal/Aðsend

Ung­ur maður gekk í sjó­inn við Kirkju­sand í Reykja­vík í seinni hluta mars­mánaðar. Dreng­ur­inn var á ein­hverfurófi og hafði verið veik­ur í á annað ár. Þrátt fyr­ir ít­rekaðar skipu­lagðar leit­ar­tilraun­ir hef­ur hann ekki enn komið í leit­irn­ar.

Móðir drengs­ins seg­ir að hann hefði verið greind­ur með Asp­er­ger-heil­kenni ef sú þroskarösk­un væri enn notuð. Í dag séu börn eins og Hjalti Snær Árna­son, sem séu vel fún­ker­andi og með mik­inn vits­muna­leg­an þroska, en fóta sig ekki í þessu venju­lega sam­fé­lagi, ein­fald­lega greind á ein­hverfurófi.

Hjalti Snær hefði orðið 23 ára á morg­un ef hann hefði ekki þurft að láta í minni pok­ann fyr­ir veik­ind­um sín­um. Að því til­efni mun fjöl­skylda Hjalta Snæs hrinda af stað styrkt­ar­verk­efni.

Fyr­ir­byggj­andi sjálf­bært sam­fé­lag

Draum­ur fjöl­skyld­unn­ar er að hægt verði að setja á stofn ein­hvers kon­ar sjálf­bært sam­fé­lag sem væri fyr­ir­byggj­andi fyr­ir ungt fólk í spor­um Hjalta Snæs. Fólk sem hafi sterka teng­ingu við nátt­úr­una og hefði meiri mögu­leika á end­ur­hæf­ingu í slíku um­hverfi en venju­legu stofn­ana- og spít­alaum­hverfi. Það hefði verið úrræði sem hefði passað Hjalta Snæ vel. Þau vilja að saga hans hjálpi öðrum í hans spor­um.

Gerður Ósk, móðir Hjalta, seg­ir í sam­tali við mbl.is að á Ak­ur­eyri sé hvergi að fá þjón­ustu fyr­ir fólk í spor­um Hjalta Snæs. Eng­inn viti hvað eigi að gera fyr­ir fólk í hans spor­um og eina svarið séu lyf.

Eng­in end­ur­hæf­ing sé á Ak­ur­eyri og ekk­ert sem tek­ur við eft­ir að fólk er út­skrifað af geðdeild Sjúkra­húss­ins á Ak­ur­eyri. Gerður seg­ir mjög al­gengt að börn í stöðu Hjalta Snæs fari í geðrof um tví­tugt og að ein­hverfa skar­ist mikið við geðklofa. Sú varð ein­mitt raun­in með Hjalta Snæ, sem hef­ur bar­ist við sín veik­indi und­an­far­in tvö ár, sér­stak­lega.

Hjalti Snær fékk inni á Laug­ar­ási – snemmí­hlut­un fyr­ir ungt fólk með geðrofs­sjúk­dóma. Sú þjón­usta hentaði Hjalta Snæ að mörgu leyti en alls ekki öllu og seg­ir Gerður hann ein­fald­lega hafa kom­ist þar inn of seint.

Tel­ur hún þó að ef ástand hans hefði verið betra þegar hann komst inn á Laug­ar­ás hefði það getað breytt miklu og seg­ir að úrræði á borð við Laug­ar­ás á Ak­ur­eyri hefði bjargað syni sín­um.

Gerður seg­ir Hjalta Snæ hafa kallað ít­rekað á hjálp en ein­hvern veg­inn eins og fólk hafi ekki heyrt. Seg­ir hún eng­an hafa sýnt syni sín­um áhuga og hann hafi ein­hvern veg­inn ekki alltaf fundið til­gang.

Fjölskyldan á góðri stund.
Fjöl­skyld­an á góðri stund. Ljós­mynd/​Aðsend

Sam­veru­stund á af­mæl­is­degi Hjalta Snæs

Fjöl­skylda Hjalta bíður fjöl­skyldu og vin­um sín­um og vin­um Hjalta sem og öll­um sem hafa teng­ingu við ein­hverfu til sam­veru­stund­ar í Frey­vangs­leik­hús­inu í Eyja­fjarðarsveit á morg­un klukk­an 20.

Boðið verður upp á tón­list­ar­atriði og veit­ing­ar og þá verður varn­ing­ur til sölu en all­ur ágóði renn­ur í styrkt­ar­verk­efni fjöl­skyldu Hjalta Snæs. Sviðið verður opið og er fólki boðið að troða upp.

Opnaður hef­ur verið styrkt­ar­reikn­ing­ur, sem er skráður að sinni á Gerði Ósk, móður Hjalta:

Reikn­ings­núm­er: 0526-14-201214

Kennitala: 050578-5779

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert