25 börn fengu pláss en leikskólinn áfram lokaður

Ekki stendur til að opna leikskólann fyrr en í fyrsta …
Ekki stendur til að opna leikskólann fyrr en í fyrsta lagi í desember 2025. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Til stóð að ljúka ætti fram­kvæmd­um í lok sum­ars á leik­skól­an­um Granda­borg í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur. Taf­ir hafa hins veg­ar orðið á fram­kvæmd­um og er nú stefnt að því að opna leik­skól­ann aft­ur í des­em­ber. 25 börn höfðu þegar fengið út­hlutað leik­skóla­plássi á Granda­borg næsta haust.

Reykja­vík­ur­borg seg­ir taf­ir hafa orðið vegna óviðráðan­legra or­saka en aðal­verktaki fram­kvæmd­anna lenti í rekstr­ar­erfiðleik­um og stöðvaðist verk­efnið óvænt. Reykja­vík­ur­borg hef­ur unnið að samn­ing­um við þá und­ir­verk­taka sem komið hafa að fram­kvæmd­un­um.

Í bréfi borg­ar­inn­ar sem barst mbl.is seg­ir að fund­in verði lausn fyr­ir þau 25 börn sem hefðu fengið pláss í leik­skól­an­um næsta haust. Hjör­dís Rut Sig­ur­jóns­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi hjá Reykja­vík­ur­borg, seg­ir í sam­tali við mbl.is að ekki sé hægt segja til um hvert börn­in verði send. Það sé per­sónu­bundið og verði ákveðið í sam­ráði við for­eldr­ana.

Svona líta framkvæmdir út þessa stundina.
Svona líta fram­kvæmd­ir út þessa stund­ina. Ljós­mynd/​Hall­dór G. Eyj­ólfs­son

Leik­skól­inn lokaður í þrjú ár

Granda­borg var lokað 1. októ­ber 2022 og hóf­ust viðgerðir 18 mánuðum síðar eða í apríl 2023. Leik­skól­an­um var lokað vegna þess að skól­p­lögn und­ir hús­inu fór í sund­ur og meng­un greind­ist í jarðvegi.

For­eldr­ar barna fengu upp­lýs­inga­bréf þegar leik­skól­an­um var lokað árið 2022 og kom þar fram að nauðsyn­legt væri að fjar­lægja all­an jarðveg og at­huga hvort meng­un hafi mögu­lega borist í loftræsti­kerfi húss­ins.

Í bréfi borg­ar­inn­ar kom fram að mikið hafi verið um veik­indi starfs­fólks leik­skól­ans og að fyrstu vís­bend­ing­ar um slæma inn­vist hafi komið fram sum­arið 2021. Börn­in sem voru í leik­skól­an­um á þess­um tíma voru send á þrjá staði; á Ævin­týra­borg­ir við Naut­hóls­veg, í Kringl­una og á Ævin­týra­borg­ir við Eggerts­götu.

Einnig stend­ur til að loka leik­skól­an­um Haga­borg í haust. Fimm leik­skól­ar af sjö verða starf­ræk­ir í vet­ur í Vest­ur­bæn­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert