Andmæli Háskólans við Birkimel ekki lögð fram

Blokkin á að rísa á milli Bókhlöðunnar og Hótels Sögu.
Blokkin á að rísa á milli Bókhlöðunnar og Hótels Sögu. Tölvumynd/Nordic Office

Formaður borg­ar­ráðs varð við beiðni sjálf­stæðimanna og frestaði aug­lýs­ingu um breyt­ingu á deili­skipu­lagi bens­ín­stöðvar­lóðar­inn­ar við Birki­mel 1, en þar eru áform um nýja blokk.

Marta Guðjóns­dótt­ir borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins seg­ir málið hafa verið stöðvað í borg­ar­ráði vegna þess að mót­mæli frá Há­skóla Íslands fylgdu ekki með gögn­um máls­ins, auk þess sem sam­göngumat vantaði og ekki búið að breyta aðal­skipu­lagi.

„Þessi fyr­ir­hugaða nýja blokk við Birki­mel­inn er gott dæmi um það hvernig ofurþétt­ing og gjafa­gjörn­ing­ur til olíu­fé­laga ýtir til hliðar öll­um öðrum sjón­ar­miðum, gild­um og hefðum í skipu­lagi og um­hverf­is­mót­un. Hér á að taka ofurþétt­ingu og gróðasjón­ar­mið fram yfir þró­un­ar­áætl­un Há­skóla Íslands og í and­stöðu við helstu menn­ing­ar- og fræðslu­stofn­an­ir á svæðinu. Svæðið milli Birki­mels og Suður­götu, Hring­braut­ar og Haga­torgs hef­ur um ára­tuga­skeið verið talið helg­un­ar­svæði fyr­ir helstu menn­ing­ar­stofn­an­ir þjóðar­inn­ar,“ seg­ir Marta.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert